fbpx

NÝJIR STAN SMITH

NÝTTSKÓR

10928752_10153091073376204_1541262935_nLoksins mínir –

Er búin að reyna að kaupa mér Adidas Stan Smith skó síðan að kærastinn mér fékk sér þannig í júní. Þeir fást ekki í stelpustærðum hér á landi og það virðist bara ekki vera hægt að panta Adidas skó til Íslands, en þeir eru allavegana komnir í mínar hendur!

Skórinn var fyrst gerður árið 1973 og er signature skór ameríska tennisspilarans Stan Smith. Skórinn er sögulegur fyrir þær sakir að vera fyrsti tennisskórinn sem var allur gerður úr leðri. Adidas Stan Smith er einn mesti seldi strigaskór allra tíma.

Adidas hætti framleiðslu á skónum árið 2011 en hófu aftur framleiðslu snemma 2014 í kringum risa markaðsherferð sem ætti ekki að hafa farið framhjá neinu áhugafólki um strigaskó. Í fyrra gerðu Adidas ýmis “collabs” í kringum skóinn, t.d. með Pharell Williams, Raf Simmons, Dover Street Market, Barneys New York og Colette.

Original liturinn á hælnum er grænn, en síðar var bætt við rauðum og dökkbláum.

Ég kaus rauða fyrir mig!

//Irena

CURRENT CRAVING

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    19. January 2015

    Flottir! xx

  2. Hákon Þór

    19. January 2015

    Veistu hvar þeir fást hér á landi?

    • Sveinsdætur

      20. January 2015

      Ég veit að það fást grænir í Húrra Reykjavík í strákastærðum!

  3. Hilrag

    20. January 2015

    ah mjög næs! Ég er í sama missioni að finna mér í stelpustærð! Geggjaðir fyrir vorið!

    x

  4. Anna

    23. January 2015

    Hvar fékkstu þína?

    • Sveinsdætur

      24. January 2015

      Mínir eru keyptir í Groningen í Hollandi!