Er búin að reyna að kaupa mér Adidas Stan Smith skó síðan að kærastinn mér fékk sér þannig í júní. Þeir fást ekki í stelpustærðum hér á landi og það virðist bara ekki vera hægt að panta Adidas skó til Íslands, en þeir eru allavegana komnir í mínar hendur!
Skórinn var fyrst gerður árið 1973 og er signature skór ameríska tennisspilarans Stan Smith. Skórinn er sögulegur fyrir þær sakir að vera fyrsti tennisskórinn sem var allur gerður úr leðri. Adidas Stan Smith er einn mesti seldi strigaskór allra tíma.
Adidas hætti framleiðslu á skónum árið 2011 en hófu aftur framleiðslu snemma 2014 í kringum risa markaðsherferð sem ætti ekki að hafa farið framhjá neinu áhugafólki um strigaskó. Í fyrra gerðu Adidas ýmis “collabs” í kringum skóinn, t.d. með Pharell Williams, Raf Simmons, Dover Street Market, Barneys New York og Colette.
Original liturinn á hælnum er grænn, en síðar var bætt við rauðum og dökkbláum.
Ég kaus rauða fyrir mig!
//Irena
Skrifa Innlegg