Þá er Iceland Airwaves á enda! Þessi helgi er ein af mínum uppáhalds á árinu og ég er búin að fara síðustu 3ár.
Helgin mín heppnaðist vel, ég sá nóg af fínum hljómsveitum en það sem stóð uppúr hjá mér af böndum sem ég hef aldrei séð áður var Klangkarussell, Caribou, Flaming Lips og Phox held ég. Hátíðin er alltaf að verða stærri og stærri og fleiri erlendir ferðamenn sækja hana heim. Eitt af því skemmtilegasta við hátíðina eru mismunandi gestir en fólk af öllum toga mætir og hlustar á tónlist sem það fílar! Það er líka gaman að skoða tískuna sem fylgir hátíðinni. Ég tók nokkrar myndir en síminn minn á það til að vera batteríslaus eginlega alltaf. Hér eru allavegana nokkar // ath. ekki í röð –
Ég og Vaka að enda gott kvöld á Dolly!
Við Karin héldum fatamarkað ásamt nokkrum stelpum á Laugardaginn, takk fyrri komuna þið sem mættuð! P.s. þessir eru ennþá til í 38 hjá vinkonu minni!
Gramsaði aðeins og fann þennann jakka niðrí vinnu!
Young Karin í Þjóðleikhúskjallarnum! Karin er í mega pallíettutopp úr Spúútnik og Kimono úr Aftur.
Sunnudagsþreytan að segja til sín á Flaming Lips.
Flaming Lips – mega show! Held ég hafi aldrei séð svona mikið að gerast á sviði á tónleikum.
Partí!
Löng röð á The Knife!! Á tímapunkti náði hún þvert yfir Hörpu.
Logi // Young Karin í Þjóðleikhúskjallarnum.
Píur á Klangkarussel – geðveikt!
Partí!
Ætlaði að ná mynd af Klangkarussel, en þetta er næs.
The Knife! Mjög flott en bjóst við meiri tónleikum og minna dansshowi.
Ég og Haukur á Flaming Lips! Ég er í jakka úr Episode og með arabatrefil frá Portúgal.
Kannski ekki margar myndir – en mynda ágætlega stemminguna. Er strax byrjuð að hlakka til 2015, næst á dagskrá er Sónar í febrúar, AK-X í apríl, Hróaskelda í júní og svo Airwaves í nóvemeber eftir ár. Þetta er allavegana mitt plan!
Takk fyrir mig Airwaves!
//Irena
Skrifa Innlegg