Ég keypti mér tvo nýja jakka á útsölu í Groningen um helgina, einn í Zöru og einn í Bershku. Ég hafði aldrei farið inn í Bershku áður en ég fann nokkar flíkur sem mér fannst flottar. Það var mjög mikil útsala þar og ég féll strax fyrir þessum græna loðjakka. Seinni jakkin er frá Zöru og er líka til hér á landi og ég hafði mátað hann oft hér, þangað til að ég ákvað loksins að kaupa mér hann úti. Þeir voru báðir á sirka 40 evrur, sem er um það bil 6000 krónur íslenskar sem mér finnst alls ekki mikið fyrir jakka. Ég hugsa samt að ég verði að hætta að kaupa mér loðna jakka í bili þar sem fatasláin mín er að springa. Það er líka ekkert sérstaklega hentugt að kaupa sér tvo jakka þegar maður er bara með litla ferðatösku í handfarangri en einhvernveginn náði ég að drösla þeim heim.. ég er mjög sátt með þá x
//Karin
Skrifa Innlegg