fbpx

HELGIN:LONDON

ATBURÐIR

Við systurnar skruppum í mjög stutta ferð til London um helgina. Ástæðan var sú að Karin var að taka upp myndband með hljómsveitinni Dream Wife en hún er featuring í lagi með þeim sem kemur út bráðum. Ég ákvað að kíkja með henni og hitta vinkonur okkar sem búa úti og svo heppilega vildi til að aðrar vinkonur okkar voru líka í London þessa helgi. Við höfðum ekki mikinn tíma en fórum saman út að borða, ég náði að versla eitthvað og svo á laugardagskvöldið fórum við á tónleika hjá Dream Wife og djömmuðum – mega gaman! Ég og Karin enduðum svo ferðina með stæl og vorum mættar á flugvöllin 40mín fyrir flug..

Langaði ekki heim, en Sónar er næstu helgi – ég get huggað mig við þá staðreynd. Vá hvað það verður gaman!!

//Irena

INSTAGRAM

Skrifa Innlegg