Við í hljómsveitinni Young Karin, ásamt Hermigervli komum fram á Bumbershoot Festival í Seattle um seinustu mánaðarmót. Bumbershoot er tónlistar- og listahátíð sem hefur verið haldin á hverju ári síðan 1971 í miðbæ Seattle. Ég hef alltaf ferðast innan Evrópu þannig að þetta var í fyrsta skipti sem að ég heimsótti Ameríku – ég var mikið spennt. Tónleikarnir okkar gengu mjög vel og mér fannst frábært hvað það var mikið af fólki – bæði sem höfðu hlustað á EP plötuna okkar og fólk sem hafði ekkert endilega hlustað á tónlistina okkar, heldur mættu bara og vissu ekkert hverju var við að búast. Við sáum Wu-Tang clan og ég uppgötvaði nokkrar hljómsveitir sem ég fíla. Það var mikið af sætum mörkuðum á hátíðinni og ég nældi mér í nokkra skartgripi. Ég náði líka að kíkja í nokkrar búðir, en var aðallega að skoða. Því miður gat ég ekki tekið mikið af myndum þar sem myndavélin á símanum mínum á það til að bregðast mér en ég læt þessar duga. xx
Vildi að ég hefði tekið þennan með heim.
Seinustu þrjár myndirnar voru teknar af Breanne Joyce.
Ég get ekki beðið eftir að fara á fleiri tónlistarhátíðir.. Iceland airwaves nálgast!
//Karin
Skrifa Innlegg