fbpx

Pattra S.

UPPÁHALDS Á ÁRINU

ThailandTraveling

Í tilefni þess að ég átti afmæli núna á mánudaginn langar mig að deila með ykkur því sem stóð upp úr á mínu ári. Það kemur kanski ekki á óvart að Taílandsferðin varð fyrir valinu en þegar maður giftir sig held ég að það muni alltaf standa upp úr í lífinu manns. Þar að auki er vægast sagt orðið tímabært að ég deili þessum myndum eins og ég var búin að lofa. Ég verð að fá að pósta þær í pörtum enda erum við að tala um tæpar 3000 myndir.

JÁ, ég elska myndir.



Þessar myndir voru teknar á Kata BeachPatong Beach – Koh Phi Phi og Koh Kai – ”Koh” þýðir eyja á taílensku! Svo langar mig auðvitað að skella í sér-brúðkaupsblogg en ég á bara svolítið erfitt með það vegna þess að þær myndir eru einhvern veginn alveg extra persónulegar fyrir mér. En það er alltaf ánægjulegt að tala um Taíland, enda heimalandið mitt á eftir Íslandi. Ekki vera hrædd við að ýta á hjörtun, like eða jafnvel skilja eftir spor ef að þið hafið áhuga á fleiri Taílandsmyndum. Eins ef þið hafið einhverjar spurningar um Taíland, ég mun svara þeim eftir besta getu. Dásamlegt að vera þar!

..

Since I turned 26 this past monday I thought about the most memorable event of my life this year. It’s probably not a shocker that the trip to Thailand last December was the first thing that came to my mind but the day that you get married is always gonna be one of the most memorable day of your life. I really want to do a special blog about the wedding day itself but it’s just a little hard for me as those pictures are extremely personal. But I just love blogging about Thailand, my ”home”. Hope you like these pics taken at Kata BeachPatong BeachKoh Phi Phi and Koh Kai – ”Koh” means island in Thai!

PATTRA

FYRIRFRAM AFMÆLIS -MK

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Hófí

    28. August 2013

    Æðislegar myndir! Thailand er algjörlega eitt af uppáhalds löndunum mínum :)

  2. Annetta

    28. August 2013

    Algjör hamingjumynd þessi sem þú ert hoppandi á bikiní :) langar ekkert lítið til Tailands þegar ég sé þessar myndir x

  3. Kristjana

    28. August 2013

    Sjúkar myndir!

  4. Erla Vinsý.

    29. August 2013

    En skemmtilegar myndir:) Langar svo til Thailands!

  5. Unnur Lárusdóttir

    31. August 2013

    Svo ótrúlega fallegar myndir. Eintóm paradís sem Taíland er!

  6. Fjóla

    7. September 2013

    Bara eins og í draumi þessar myndir!! Þvílík paradís!!