Það hefur varla farið framhjá neinum tískuunnendum að Isabel Marant hannaði fatalínu fyrir H&M sem kom í búðirnar 14.nóvember síðastliðinn. Þar sem sú franska er uppáhalds hönnuðurinn minn um þessar mundir þá beið ég ofurspennt (ásamt alheiminum!) og var mætt í aðal H&M búðina í Árósum rétt eftir 10:00 en þá opna búðirnar vanalega. Þegar ég gekk inn blasti við mér gjörsamlega tómar hillur og þó að ég vissi að það yrði barist um flíkurnar þá fannst mér ástandið frekar yfirdrifið, vægast sagt. Ég komst svo fljótt að því að verslunin hafi opnað klukkutíma fyrr og röð hafi byrjað að myndast fyrir klukkan 6:00 -takk fyrir pent. Fólkið í kringum mátunarklefann minnti helst á hrægramma bíðandi eftir leifum af öðrum og flest af þessu fólki voru þegar komið með troðfullar hendur af fötum. Ég gat ekki annað en hlegið að þessum tryllingi.
En heppnin var með mér þegar ég var að fara að máta kjól(ekki úr línunni) þá var akkúrat einhver dama búin að máta þessa peysu en vildi hana ekki og í þann mund sem ég var að ganga inn í mátunarklefa þá náði ég að grípa í hana. Ég klæddist henni í Berlínarferðinni og varð meir&meir skotin í þessari einstöku peysu, alsæl með þessi kaup!
..
My new beautiful sweater from Isabel Marant pour H&M that I was lucky enough to get my hands on without having to fight for it. The person that was trying it on didn’t want it and I grab it as I was walking into the fitting room, perfect timing. People went nuts and that’s an understatement, the shelves were literally cleaned out as you can see. So happy with this fun hoodie and wore it on our Berlin trip, I’m actually falling more&more in love with it -great buy!
PATTRA
Skrifa Innlegg