GLEÐILEGT nýtt, tveggja vikna gamalt ár kæru lesendur og takk kærlega fyrir að kíkja hingað í heimsókn árið 2015. Það hefur eflaust ekki verið sérstaklega gaman að fylgjast með blogginu mínu í fyrra, langt í frá! Ég hef verið arfaslök við þetta, bloggrútínan gjörsamlega flaug út um gluggann og lengi vel var ég ekki svo viss um ég gæti tekið upp þráðinn aftur. En nú þýðir ekkert annað en að gera þetta almennilega eða hreinlega leggja þetta niður fyrir fullt og allt. Það er akkúrat 6 ár síðan ég startaði þessu bloggi og ég er handviss um að ég myndi sjá eftir því að leggja bloggskóna á hilluna á svona óeftirminnilegan hátt. JÁ, ég á sko nóg inni!
Ég og Elmar byrjuðum nýja árið á að taka spontant road trip í Hvalfjörðinn, ótrúlegt að svona ævintýralegur staður sé einungis 40min í burtu frá Reykjavík. Við tókum nokkrar skemmtilegar myndir sem mér fannst tilvalið að deila mér ykkur í fyrstu færslu ársins.
Hversu fallegir
Þessar hestamyndir og þetta umhverfi er í miklu uppáhaldi
Eins og málverk/Elmar fínn í Alexander Wang jakkanum sínum sem hann fékk frá mér í jólagjöf
Ég er svo skotin í NIKE settinu mínu
Ég vona að þið fylgið mér inn í 2016
..
New year, brand new blog! Thank you for following me all these years, I know my blogging was a complete let down in 2015 but now I’m determined to give this thing a 110% go! Let’s start this blog year by admiring the beautiful Icelandic nature, nothing else quite like it. Picture taken on a spontaneous road trip to Hvalfjordur, 40min outside of Reykjavik, isn’t it something?!
Kær kveðja -PATTRA
Skrifa Innlegg