fbpx

Pattra S.

BLÁBERJA + SÚKKULAÐIBITA PÖNNSUR

a la Pattra

Ég byrjaði á þessari færslu fyrir páska og hét hún upphaflega páskapönnsur síðan líðu dagarnir en hér er hún loksins komin inn svona líka passlega fyrir helgina. Það er náttúrulega tilvalið að starta helginni með gómsætum pönnsum og ég mæli með að þið prófið þessar um helgina!

DSC00476 DSC00452DSC00489DSC00494

Innihaldið er á myndinni er hér að ofan plús bláber(ég notaði fersk). Í mixið fór cirka 1 bolli af spelthveiti / 2 bollar af höfrum / tsk af kanillyftiduftsalt / 1 bolli af hörfræjum / eitt stk egg og súkkulaðibitar & bláber eftir smekk. Ég blanda svo möndlumjólkinni við þar til blandan er orðin mátuleg, kemur kanski ekki á óvart að ég slumpaði þessu einhvern veginn saman þar sem ég nota nánast aldrei uppskriftir. Pönnsurnar steikti ég síðan upp úr kókósolíu og borðaði með hnetusmjöri & bönunum með bestu lyst!

Góða helgi gott fólk, endilega prófið ykkur áfram í pönnsugerðinni.

..

Remember to eat at least a couple of pancakes this weekend folks!

PATTRA

SEX ÁR SAMAN

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    17. April 2015

    Ég elska matarfærslurnar þínar og þessar eru sko girnó!:)