fbpx

Veggie Taco


Þessi færsla er gerð í samstarfi við Coke á Íslandi en ég mun næstu vikurnar gera skemmtilegar uppskriftir með því.

Stökkt blómkál:
Blómkálshaus
1 egg
Brauðrasp
1 tsk Mexikókrydd
Salt & pipar

Blandið saman eggjum, Mexikó kryddblöndu, salti og pipar í skál. Rífið blómkálið í litla munnbita, dýfið því í eggjablönduna og þaðan í brauðraspið og leggið á ofnplötu með smjörpappír.
Setjið inní ofn í 180° í 20-25 mínútur eða þangað til þeir eru orðnir stökkir og gullbrúnir.

Hrásalat:
1/2 haus rauðkál eða hvítkál
1 msk lime-safi
1 dl mæjónes
1 dl sýrður rjómi
Sriacha eftir smekk
Smátt saxaður kóríander

Raðið hrásalati í litlar pönnukökur, setjið síðan nokkra bita af blómkáli, avókadó sneiðum, kóríander, smá lime-safa og auka Sriacha ef þú fýlar sterkt eins og ég !

Marta Rún

EINFALDUR EFTIRRÉTTUR

Skrifa Innlegg