fbpx

EINFALDUR EFTIRRÉTTUR

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Coke á Íslandi þar sem ég mun næstu vikurnar gera skemmtilegar uppskriftir með þeim.

Þetta er ostakaka sem ekki þarf að baka og hægt að gera á engri stundu! Frábært þegar þú hefur lítinn tíma en langar að bjóða uppá eftirrétt.

Hráefni:⁣
1 1/2 bolli af uppáhalds kexinu þínu ⁣(getur verið oreo, lu lex eða hvað sem er)
1 bolli rjómi⁣
220 g hreinn rjómaostur⁣
1 tsk vanilludropar⁣
1/4 bolli sykur⁣
Fersk ber⁣

Myljið kexið í frekar grófar mylsnur og setjið til hliðar.⁣
Þeytið rjómann í einni skál og setjið til hliðar.⁣
Finnið til aðra skál og þeytið rjómaostinn þangað til að hann er orðið mjúkur, bætið þá sykrinum og vanilludropunum við.⁣
Bætið þeytta rjómanum hægt og rólega saman við rjómaostablönduna.⁣
Setjið síðan kexmylsnuna og rjómaostablönduna til skiptis í glas og setjið í ísskap í klukkutíma. Bætið við ferskum ávöxtum áður en þið berið fram.⁣

Marta Rún

 

CHICKEN MARBELLA

Skrifa Innlegg