fbpx

UPPÁHALDS PASTAÐ ! SPAGHETTI CACIO E PEPE

MaturPASTA

Ertu ekki að grínast hvað þetta er gott pasta? Ég er alveg búin að skipta Carbonara út fyrir þessa uppskrift. Þetta er minn go to réttur þegar það er lítið til í ísskápnum og tekur enga stund að gera. Cacio e Pepe er klassískur ítalskur réttur og þýðir hreinlega ostur og pipar.

Uppskriftin er eftir uppáhaldið mitt Chrissy Teigan úr matreiðslubókinni hennar Cravings sem ég mæli mikið með, fullt af frábærum uppskriftum og húmor. Klassískt cacio e pepe er bara með parmesan og svörtum pipar en í hennar uppskrift bætir hún nokkrum hráefnum við sem gerir þetta fyrir mitt leyti betra.

Uppskriftin er fyrir 4
Hráefni 

400 g spagettí
Olífu olía
1 pakki beikon
4 hvítlauksgeirar
1 teskeið chiliflögur
1 teskeið ferskur svartur pipar
Safi út 1/2 sítrónu+smá börkur
1 og 1/2 bolli rifinn parmesan
3-4 lúkur klettasalat

Aðferð

Byrjið á því að sjóða spagettí í saltvatni eftir leiðbeiningum fyrir al dente en þegar þú bítur í það og það er ennþá pínu stökkt sem er oftast um 1-2 mínútur minna en pakkinn segir til. Mikilvægt er að geyma eins og 1 bolla af pastavatninu áður en þið sigtið vatnið frá.

Finnið til stóra pönnu og steikið beikonbitana þangað til þeir eru orðið stökkir og brúnir, eða um það bil 7-9 mínútur. Bætið við ólífuolíu á pönnuna ásamt hvítlauknum, chilliflögunum, og svörtum pipar og hitaðu saman í rúma 1 mínútu.

Bætið við safanum úr sítrónunum og hellið síðan pastanu yfir á pönnuna og blandið öllu saman. Setjið parmesanostinn yfir í nokkrum skrefum og hrærðu ásamt nokkrum matskeiðum af pastavatninu sem þú geymdir með.
Það hjálpar til með að fá parmesanostinn til að festast betur við pastað.
Bætið við klettasalatinu í restina og blandið saman.
Saltið og piprið meira eftir smekk.
Berið fram með meira af parmesan og chilliflögum fyrir þá sem vilja.

Marta Rún

SÍTRÓNU & SAFFRAN KJÚKLINGUR

Skrifa Innlegg