fbpx

SPAGHETTI MEÐ STÖKKRI HRÁSKINKU OG ASPAS


Núna er tímabilið þar sem aspasinn er í uppskeru og ætti að bragðast hvað bestur.
Þá ákvað ég að leita að léttum og vorlegum pastarétti.
Við elskum öll einfalda og góða pastarétti með góðum hráefnum.

Fyrir 4

Hráefni:

90 g af hráskinku
1 miðlungsstærð af lauk
600g aspas
ólífuolía
400g spaghetti
Salt & pipar
Grænmetissoð (teningur)
20 g parmesanostur
½ sítróna

Aðferð
Byrjið á því að skera hráskinkuna í litla strimla og laukinn í litla bita.
Skerið endann af aspasnum þar sem hann er ljósfjólublár eða brúnn.
Skerið svo í litla bita og setjið efsta partinn eða hausinn til hliðar.

Steikið hráskinkuna á pönnu á miðlungsháum hita í 5 mínútur eða þangað til hún er orðin stökk.
Bætið ólífuolíu við pönnuna og lauknum og steikið saman í 2-3 mínútur þangað til laukurinn er aðeins orðin glær.

Á meðan sjóðið pastað eftir leiðbeiningum en passið að sjóða það 2 mínútum minna en pakkinn segir til um
eða al dente ef það stendur á pakkanum sem þýðir við tönn því það á eftir að halda áfram að eldast í pönnunni.
Bætið aspasbitunum við (ekki efsta partinn) í tvær mínútur og steikið saman.
Bætið svo við grænmetissoðinu og látið malla saman í 5 mínútur áður en þið setjið efsta partinn af aspasnum í pönnuna.

Bætið spaghetti-inu við á pönnuna og hræðið saman, notið pastavatnið til að losa um ef blandan fer að þykkna of mikið
og sjóðið allt saman í nokkrar mínútur til að pastað fái allt bragðið.

Saltið, piprið og rífið parmesan ostinn yfir og að lokum kreistið sítrónusafa yfir réttinn.

Fleiri einfaldar pasta uppskriftir? Láttu mig vita
Marta Rún

LÚXUS STEIKARSALAT MEÐ GRÁÐOSTI OG HUNANGSRISTUÐUM PERUM

Skrifa Innlegg