fbpx

LÚXUS STEIKARSALAT MEÐ GRÁÐOSTI OG HUNANGSRISTUÐUM PERUM

Þetta er alvöru lúxus máltíð sem er einfalt og fljótlega gert. Fullkomin fyrir gott stefnumót að mínu mati. Nautakjöt, sykraðar perur, gráðostur og gott rauðvín!

Hráefni:
400g nautasteik
1 msk ólífuolía
Salt og pipar
2 msk smjör
2 msk hunang eða púðursykur
2 perur skornar í miðlungs munnbita
¾ bolli pecan hnetur
100 g gráðostur (ég notaði Gorgonzola, ef þú ert ekki fyrir gráðost getur þú notað camenbert)
Klettasalat

Salatdressing:
1 msk Dijon sinnep
1 msk rauðvínsedik
½ tsk hunang
1/3 bolli olífu olía
salt og pipar

*Öllum hráefnum er blandað vel saman í skál.

Takið nautakjötið út úr ísskápnum saltið það og látið ná stofuhita.
Byrjið á því að hita pönnu á miðlungs háum hita. Setjið ólífu olíu á pönnuna og þegar hún er farin að hitna setjið þá steikina á pönnuna. Eldið hana á einni hliðinni í 5 mínútur, snúið við að eldið hina hliðina í 4 mínútur. Aðrar 5-6 mínútur ef þið viljið meira medium heldur en medium rare. Leggið steikina til hliðar, piprið hana með svörtum pipar og leyfið henni að hvílast í 10 mínútur.

Hitið pönnu með smjöri á miðlungshita. Þegar smjörið hefur bráðnað bætið þá við púðursykrinum og leyfið honum að leysast upp. Bætið perubitunum við og steikið í 5 mínútur eða þangað til perurnar hafa aðeins mýkst. Takið perurnar uppúr sykrinum og setjið til hliðar og bætið við pecan hnetunum við pönnuna og steikið í 1-2 mínútur

Skerið steikina í þunnar sneiðar þegar hún hefur fengið að hvílast í 10 mínútur. Dreifið klettasalati yfir salatskálina eða diskinn sem þið ætlið að bera fram í. Raðið steikarsneiðunum þvert yfir, bætið við perunum, pecan hnetunum og gráðostinum. Setjið smá af salat dressingunni yfir og berið hana svo fram með salatinu.

Rauðvín, nautakjöt og gráðostur er blanda sem getur bara einfaldlega ekki klikkað!

Marta Rún

 

SPAGHETTI MEÐ MÖNDLUPESTÓI

Skrifa Innlegg