fbpx

NÝ KAFFIVÉL + KAFFIDRYKKIR

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Sjöstrand kaffi.

Kaffivélin okkar á Íslandi gaf upp öndina í desember og var óhugsandi að koma heim í allan desember ekki með gott kaffi.
Fjölskyldunni langaði að prufa að vera með hylkja kaffivél og var því ekki erfitt að selja þeim hugmyndina að fá fallegu kaffivélina frá Sjöstrand. Kaffivélin er auðvitað alveg ótrúlega falleg en kaffið kom mér persónulega virkilega á óvart þar sem ég drekk mikið kaffi og er mjög “snobbuð” þegar kemur að því að fá gott kaffi. Það sem spilaði líka ótrúlega mikin þátt var að kaffihylkin eru umhverfisvæn og eyðast í náttúrunni sem er ekki eins og hjá flestum fyrirtækjum.
Kaffivélin sem ég fékk var þessi hér og getið þið fengið fleiri upplýsingar um hana heimasíðunni hjá þeim.

Það er hefð hjá okkur á jólunum að gera góða heita fullorðins kaffidrykki í jólaboðum sem eftirréttur og yfir jólamyndum og hentaði það því mjög vel. Ég ætla næstu vikur að deila með ykkur nokkrum kaffidrykkjum sem henta samt sem áður allt árið á Íslandi þótt jólin séu búin. Fullorðins kaffidrykki og góðum lúxus heitum kaffidrykkjum.

Sá fyrsti er vinsæll og einn af mínum uppáhalds kokteilum Espresso Martini. Ég geri hann mjög oft í eftirrétt fyrir hin ýmsu matarboð og slær það alltaf í gegn. Ég hef alltaf verið með nákvæmlega sömu uppskrift eftir ítalinn Gennaro Coltado og getur þú horft á myndbandið hér. Í drykkinn þarf espresso skot og þá mæli ég með með Sjöstrandkaffihylkjunum N°1 eða N°5 þar sem þau eru ætluð fyrir espresso kaffidrykki.

Hráefni:
50 ml vodki
25 ml Kahlúa kaffilíkjör
1 Espresso skot
1 msk skykursýróp
Klakar

*Sykursýróp er 1 bolli sykur á móti einum bolla vatni. Hitað saman á eldavel með lágum hita þangað til sykurinn hefur leyst upp.

Aðferð:
Finnið til kokteilaglas og fyllið með klökum til að kæla glasið á meðan þið mixið drykkinn.
Setjið vodka, Kahlúa , sykusýróp og 1 espresso í kokteilahrisstara og fylltu upp með klökum.
Hrisstið, hrisstið og hrisstið.
Hellið klökunum úr kokteilaglasinu og hellið drykkjum í glasið en aðskiljið frá klökunum.
Skreytið með kaffibaunum eða súkkulaðispæni.

Marta Rún

ÍTALSKT KJÚKLINGASALAT

Skrifa Innlegg