fbpx

ÍTALSKT KJÚKLINGASALAT


Þetta salat er eitt af mínum uppáhalds og geri ég það frekar oft. Mér finnst rosa gott að vera með stökkan kjúkling í salati og geri ég það oft með mismunandi salatblöndum, pítu og vefjum.

Hráefni
2 kjúklingabringur eða pakki af kjúklingalundum
1 egg
hveiti
brauðrasp
1 tsk oregano
salt & pipar
Salatblanda
½ rauðlaukur
5-6 sólþurrkaðir tómatar
Grænar eða svartar ólífur
Fetaostur
Balsamik gljái

Aðferð
Taktu til þrjá diska, hrærðu saman egg í einum með smá salt og pipar, hveiti í næsta og brauðrasp, salt, pipar og oregano í þann þriðja.

Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar niður í ræmur.
Dýfið þeim í hveiti, síðan í egg og þar á eftir í brauðraspblönduna.

Setjið eins og 3 matskeiðar af olíu á pönnu og fáið pönnuna á miðlungs til háan hita.
Steikið kjúklingabringurnar á hvorri hlið þar til þær eru orðnar gullbrúnar á báðum hliðum og leggið síðan á grind eða á disk með eldhúsrúllu sem dregur í sig mestu fituna svo að kjúklingurinn verði stökkur og góður.

Ég á mikið til af allskonar salat uppskrifum, er áhugi fyrir fleiri þannig ?
Marta Rún

 

SKREF FYRIR SKREF FULLKOMIN OFNBAKAÐUR KJÚKLINGUR

Skrifa Innlegg