fbpx

HVAÐ Á AÐ GERA Í BARCELONA?

Ég svaraði á dögunum viðtali á mbl.is um Barcelona. Ef að ég hefði tölu yfir þeim tölvupóstunum og spurningum sem ég hef fengið sent um Barcelona þá myndi ég segja ykkur hana. Hvað á að borða, hvað á að gera? hvaða staðir eru í kring? Hvað eru bestu vínin og ég gæti haldið endalaust áfram. Hér er brot af viðtalinu sem þið getið nálgast allt hér inná vef mbl.is.

Hver er eftirlætis veitingastaðurinn þinn?

Það er mér ótrúlega erfitt að velja einn uppáhalds veitingastað því þeir eru svo margir. Einn staður sem við förum alltaf aftur og aftur á er tapas staðurinn Vinitus sem býður uppá ferska rétti dagsins á hverjum degi ásamt klassískum tapas á matseðli.

Eftirlætissafn?

Í Barselóna getur þú farið allskonar söfn. Það er mjög stórt og þekkt Picasso safn í Born  hverfinu. Það er hægt að fara inní þekktustu byggingar Gaudí og það er hægt að tala lest á Salvador Dali safnið.

Eftirlætis kaffihús ?

Það kaffihús sem ég nýt mín best að setjast niður og njóta er Café Jaime Beriestein.  Það er innanhúsarkitekt sem rekur þennan ótrúlega fallega veitingastað og kaffihús. Svo rekur hann litla lífstílsbúð sem hægt er að labba inn í af veitingastaðnum og versla meðal annars alla þá fallegu hluti sem eru inn á veitingastaðnum.

Hvað er ómissandi að sjá ?

Mér þykir alltaf jafn skrýtið að heyra að fólk fari til Barcelona og skoði ekki kirkjuna Sagrada Família . Þetta meistaraverk Antoni Gaudí er ein þekktasta bygging heims en fjöldinn allur af fallegum byggingum eftir hann má sjá um borgina. Það sem ég hef líka alltaf verið að mæla með við fólk er að taka stutta lestaferð úr miðborginni og koma við í fallegu vínhéruðunum í kring, fara í heimsókn um vínekru og smökkun.

Hvað er að gerast í borginni á næstunni ?

Ég fæ ótal fyrirspurnir um hvað eigi að gera, hvað eigi að sjá, borða og hugmyndir af ferðum fyrir fólk. Í sumar ætla ég mér að hjálpa hópum, vinkonum, vinum eða hvað eina að skipuleggja þeirra draumaferð til Barselóna.
Hvort sem markmiðið sé að versla og borða góðan mat eða fara í dagsferðir um vínekrur með mig sem fararstjóra. Læra allt um sögu tapas og/eða að elda þá eða nokkra daga ferðir um strandarbæi nálægt borginni til að slappa af í paradís. Hægt er að senda mér tölvupóst á netfangið martarun@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

HIN FULLKOMNA HUMARSÚPA

Skrifa Innlegg