fbpx

GRILLAÐ LAMBAKJÖTSSALAT

Matur

Það eru fullt af góðum leiðum við það að borða góða steik heldur en einungis með kartöflum og sósu. Þótt það um sumar eða vetur passar þetta salat alltaf við. Það er bæði fallegt og ótrúlega gott. Grillaðar fíkjur eru ótrúlega góðar og karamellast við grillið eða grillpönnuna og passa vel við lambakjötið og ferska mozzarella ostinn.

Hráefni
1 lambafillet
1 ferskja
1 kúrbítur
Salatblanda
1 mozzarella kúla
rauðlaukur

Salatdressing
1 lítil dós grískt jógúrt
safi frá hálfri sítrónu
1 tsk Dijon sinnep
1 msk olífuolía
klípa af salti
saxaðar ferskar kryddjurtir ég nota dill en þú getur notað þær jurtir sem þér þykir góðar.

Finnið til stóran disk eða skál og veljið þá salatblöndu sem ykkur þykir best til að nota, skerið laukinn í þunnar sneiðar og rífið mozzarella kúluna í litla bita yfir salatið. Finnið til grillpönnu eða hitið upp í grillinu ykkar. Saltið og piprað lambakjöti og steikið á heitri pönnunni eða grillinu eins og þið viljið hafa með, eldað medium/medium rare finnst mér passa vel. Leggið til hliðar og leyfið því að hvílast. Lækkið í hitanum skerið kúrbít í hálfmána sneiðar og steikið í nokkrar mínútur þangað til það er komið með fallegar grillrendur. Þá næst skuluð þið skera fíkjurnar niður í sneiðar og grillað þær líka á pönnunni þar til þær hafa fengið fallegar grillrendur.
Blandið öllum hráefnum saman í skál fyrir dressinguna og smakkið til. Raðið öllu yfir salatblönduna með smá salatdressingu ásamt því að bera dressinguna með til hliðar.
Saltið og piprið yfir salatið og berið fram.

Þætti gaman að vita ef þú prufar einhverja uppskrift hérna á Trendnet :)
-Marta Rún

15 MÍNÚTNA PASTA

Skrifa Innlegg