fbpx

15 MÍNÚTNA PASTA

MatargleðiMaturPASTA

Við þekkjum hugsa ég flest tilfininguna “æji ég nenni ekki að elda”. Venjulega þegar ég dett í þennan gír þá ríf ég mig í gang og geri eitthvað fljótlegt og einfalt ! Hér er einn af mínum go to réttum sem tekur enga stund og gera og á oftast allt til í eldhúsinu fyrir þennan einfalda rétt.

Spaghetti Aglio e Olio
Fyrir 4

Í þessari uppskrift er spaghetti, ólífuolía, hvítlaukur, chilipipar , steinselja og parmesan og með þessari einföldu blöndu af hráefnum má búa til þennan einfalda, bragðgóða og fljótlega pastarétt.

500 g spaghetti
4 msk ólífuolía
6 hvítlaukgeirar, skornir smátt
½ teskeið chiliflögur
Lúka af saxaðri steinselju
Parmesan ostur til þess að strá yfir.

Byrjið á því að sjóða pastað eftir leiðbeiningum, ég kýs að hafa það “al dente” eða oft um það bil einni mínútu styttra heldur en pakkinn segir til um. Geymið 1 bolla af pastavatninu þegar þið sigtið pastað frá.

Hitið 3 msk af ólífuolíu á pönnu á miðlungs-lágum hita. Bætið við hvítlauknum og chilipiparflögunum og látið malla þar til hvítlaukurinn er aðeins farinn að taka smá lit. Hellið þá pastavatninu sem þið sigtuðuð frá ofan í og leyfið að malla saman í rúmar 5 mínútur eða þangað til vatnið hefur minnkað um helming. Bætið þá spaghettíinu við og blandið. Því næst bætið við steinseljunni við ásamt ólífuolíu, smá salti og pipar og blandið vel saman. Stráið vel af parmesan osti yfir.

Esay peasy !

Ég er deili reglulega einföldum réttum eins og þessum á Instagram og þið getið fundið nokkra svona svipaða rétti í vistuðum instagram story inná mínu instagrammi. @martaarun

SPÆNSKUR ÞORSKRÉTTUR

Skrifa Innlegg