fbpx

BBQ BROKKOLÍ TACO

MEATLESS MONDAY


Meatless Monday og mikið er ég ánægð. Ég er nýkomin heim frá Madrid þar sem ég borðaði yfir mig og langar einmitt í ekkert nema góðan grænmetisrétt. Hér er uppskrift af einum góðum grænmetisrétt sem ég gerði ekki fyrir svo löngu og hann er frábær. Geri mikið af grænmetis taco og nota þá oft blómkál, brokkolí eða kjúklingabaunir.

Hráefni:
1 brokkolí haus
½ bolli BBQ sósa
1 egg
½ bolli rasp
1 tsk cillikrydd
1 hvítkál eða rauðkál haus
2 gulrætur
1 lime
1 dós hrein jógúrt
1 tsk sinnep eða Sirracha sósa
Avocado
Kóríander
Litlar tortilla pönnukökur
Salt og pipar

Aðferð:
Skerið brokkolí hausinn í litla bita, 3 til 4 munnbitar fyrir hvert taco.
Finnið til tvær skálar, brjótið egg í aðra og hrærið chillikryddi, salti og pipar saman við og setjið rasp í hina skálina. Dýfið brokkolí hausnum í eggin og svo í raspinn og raðið á ofnplötu með smjörpappír. Setjið inní ofn í 15 mínútur eða þar til að brokkolíið er orðið gullbrúnt á lit. Takið það þá úr ofninum og penslið yfir með BBQ sósu. Látið brokkolíið aftur inní ofn í 5 mínútur.

Skerið hvítkál eða rauðkál í þunnar sneiðar og setjið í skál. Rífið gulrætur með rifjárni ofan í skálina. Blandið jógúrti, sinnepi eða sterkri sósu saman við og  kreistið ½ lime úti. Ef þið viljið meiri sætu er gott að bæta hunangi saman við.

Setjið 3 msk af olíu á pönnu og stillið á háan hita. Notið tangir til þess að beygja pönnukökurnar í taco-skeljaform og steikið eina hlið í einu í 30 sek. Gott er að nota töng á milli til þess að búa til smá bil á meðan þú steikir. Gott er að leggja pönnukökurnar á pappír sem sogar olíuna í sig.

Raðið hrásalati í hverja taco skel, ásamt avocado, brokkolí og ferskum kóríander.

Bætið við BBQ sósu ef ykkur finnst vanta meiri sósu.

Látið mig vita ef þið viljið fleiri grænmetisuppskriftir.
Allir ættu að hafa meira jafnvægi af grænmetisréttum í fæðunni sinni að mínu mati.
Marta Rún

GUÐDÓMLEGUR FRANSKUR POTTRÉTTUR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Elísabet Erlendsdóttir

    11. March 2019

    Grænmetisuppskriftir – já takk!

  2. Berglind Hrönn

    16. March 2019

    Já, fleiri grænmetisuppskriftir!