fbpx

5 HRÁEFNA STEIKARSALAT


Þetta æðislega salat tekur enga stund að gera og er aðeins með 5 hráefnum en er ótrúlega bragðgott. Fullkomið salat þegar þú hefur lítinn tíma en langar í góðan mat.

Hráefni
1 msk furuhnetur
250 steik af nautakjöti
2 msk grænt pesto
Klettasalat
Parmesan ostur

Aðferð
Byrjið á því að finna til pönnu og steikið furuhneturnar við háan hita í nokkrar mínútur eða þangað til þær hafa fengið brúnan lit og setjið til hliðar.

Saltið og piprið nautakjötið á báðum hliðum. Setjið bökunarpappír á milli nautasteikina og berjið hana niður með kökukefli pönnu í um það bil 1 cm sneið. Hitið pönnu við háan hita og setjið smá olíu á pönnuna og steikið nautakjötið á báðum hliðum í eina mínútu og leggið til hliðar og leyfið henni aðeins að hvílast.

dreifið grænu pestó yfir diskinn, skerið steikina í þunnar ræmur og raðið á diskinn. Setjið klettasalat og strákið furuhnetum yfir salatið. Bætið við ólífuolíu á steikarpönnuna og blandið saman við kjötkraftinn á pönnunni og hellið yfir salatið. Flísið yfir parmesan sneiðum og smá salti og pipar.

Einfalt og gott salat sem passar fullkomlega með góðu glasi af rauðvíni.

Góða helgi !
Marta Rún

HVAÐ Á AÐ GERA Í BARCELONA?

Skrifa Innlegg