fbpx

TULUM, MEXICO – PARADÍS Á JÖRÐU

FerðalagLífiðPersónulegt

Jæjaaa ég ætlaði að skrifa þessa færslu fyrir svo lööööngu. Langar að segja ykkur frá öllu því besta og versta frá Tulum. Ég og Bergsveinn fórum í æðislegt slökunar frí til Tulum Mexico í lok september og var það draumi líkast. Hef alltaf langað til að heimsækja Mexico og vissi ég alltaf af Cancun og Tijuana. Þegar ég las mig betur um Mexico komst ég að því að Cancun væri smá “partý” sena og væri frekar vinsæll ferðamannastaður og vildi ég meira tropical vibe. Tulum er einungis 40 mín keyrslu frá Cancun og er mun rólegri staður. Smá hippa stemning, mikið um lífrænan og vegan mat, yoga, detox og slökun. Sérhannað fyrir mig og Bergsvein.

Það sem stóð uppúr frá fríinu okkar til Tulum er klárlega slökunin og ströndin. Við vorum á hóteli sem heitir Hip Hotel Tulum, það var ego friendly og var starfsfólkið æðislegt. Það var engin nettenging inná hótelherberginu okkar og vorum við beint á ströndinni. Ég elska ströndina og fannst mér mikill kostur að hafa einkaströnd á hótelinu. Maturinn var líka æðislegur, mikið um vegan, lífrænan og vandaðan mat. Annað sem stóð uppúr var að vera á “low season”. Það voru ekki margir túristar á svæðinu og manni leið einsog maður var einn í paradís. Fullkomið að vakna á morgnana að fara í göngutúr og vera nánast alein.
Sjórinn var yndislegur og hef aldrei stigið fæti í svona heitan sjó! Algjör draumur. Að lokum var veðrið auðvitað yndislegt, það kom aðeins rigning einn daginn en annars bara sól og 25-30 stiga hiti. Hefði meiri segja mátt vera aðeins kaldara mín vegna hehe. Mæli svo auðvitað með að fara alla leið í hippann og prófa yoga tíma! Það var algjört æði að fara í yoga með fallegu útsýni í algjörri paradís!

Það versta við Tulum eða það sem ég kannski áttaði mig ekki á var að verðið var ekki eins lágt og ég vonaðist eftir. Hefði alltaf heyrt frá því að Mexico væri svo ódýrt. Tulum er einn fínasti túrista staðurinn og mjög trending og því dýrari verð. Myndi segja að það væri kannski aðeins ódýrara en USA.
Ég vissi aðeins af  “sea weed” vandamál við strendur Mexico en vorum við mjög heppin að það var einungis þari í sjónum einn daginn. Mæli með að skoða hvenær þarinn er mestur ef þið viljið heimsækja Mexico ef þið viljið tæran sjó (held að þarinn sé mestur frá mars – ágúst). Annar ókostur var að það var smávegis um byggingarvinnu á götunum en sem betur fer var maður ekki vör við það á hótelinu og á ströndinni. Að lokum var auðvitað mikill raki og suma daga alveg roosalega heitt. En það er erfitt að kvarta mikið yfir því!

Að lokum vil ég mæla með veitingastöðum sem ég mæli mest með:
1. Raw Love Tulum – allt vegan og raw, mæli mest með pad thai!
2. Matcha Mama – góð acaii skál og smoothies
3. The Real Coconut – frekar fínn veitingastaður með flestu úr kókos, eftirréttirnir voru to die for!
4. Nektar – besta acaii í Tulum staðfest!
5. La Taqueria – bestu taco og burrito sem ég hef fengið ever & mjög ódýrt!
6. La Corriente – frekar fínn staður með fullt af góðum veggie options, frekar dýr samt.

Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst <3
&& ekki hika við að hafa samband við mig ef þið eruð að fara heimsækja þetta svæði ef ykkur vantar einhverjar ábendingar!

Hildur Sif Hauks | IG:hildursifhauks

THE ORDINARY GJAFALEIKUR!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    15. November 2019

    Svo fallegar myndir! x

  2. Anna Bergmann

    15. November 2019

    Ómæ þvílíkur draumur !!