fbpx

THE ORDINARY GJAFALEIKUR!

GjöfHeilsaSamstarfSnyrtivörur

Mig langaði til að láta ykkur vita af þessum geggjaða gjafaleik sem ég er með inná Instagraminu mínu og segja ykkur betur frá vörunum sem ég ætla að gefa tveimum heppnum. Ég hef notað vörur frá The Ordinary mjög lengi. Alveg frá því að ég heyrði frá merkinu fyrst hef ég verið áhugasöm um það. Snyrtivörumerkið er með mikið úrval af vörum með mikilli virkni en er verðið á mjög viðráðanlegu verði. The Ordinary leggur mikla áherslu á að vera með gæða innihaldsefni, engin paraben eða önnur óæskileg efni ásamt því er merkið án allra dýraafurða og ekki prófað á dýrum. Ég var ekkert smá ánægð þegar Maí Verslun tók merkið inn og getur maður verslað flestar vörurnar hjá þeim ásamt því að fá fagmannalega aðstoð um hvaða vöru er best að prófa. Ég er að gefa mínar uppáhalds vörur frá merkinu og eru þær þessar eftirfarandi:

1. Caffeine Solution 5% + EGCC

Létt augnserum sem inniheldur koffín sem vinnur á baugum og þrota. Koffínið er unnið úr grænu tei og birtir upp dökka bauga.

2. AHA 30% + BHA 2% Peeling Solution

10 mín peeling maski sem endurnýjar húðina og vinnur á fínum línum. Maður þarf að passa sig að vera ekki með hann of lengi og ekki nota hann of oft heldur 1-2x í viku. Vinnur mikið á “texture” húðarinnar og ég sé mesta muninn þar þegar ég nota þennan maska.

3. Glycolic Acid 7% Toning Solution

Tóner sem inniheldur meðal annar aloe vera og amino sýrur sem vinna á litarbreytingum í húðinni ásamt því að birta og fríska uppá húðina. Tónerinn er með sýru sem vinnur sem mildur “exfoliator” og mælt er með að nota hann einu sinni á dag.

4. Buffet + Copper Peptides 1% 

Serum sem vinnur helst á hrukkum og eykur virkni kollegen í húðinni með peptíðum. Held að þessi vara sé allra uppáhalds og hef notað hana mjög lengi með góðum árangri. Miklar rannsóknir eru á bakvið þetta stórkostlega serum og mæli ég innilega með.

5. Granactive Retinoid in Squalane 2%

Margar ykkur hafa mögulega heyrt um Retinoid. Ég persónulega var mjög smeik við að byrja nota þess sýru en ég sé svo alls ekki eftir því. Retinoid er A vitamín sýra sem vinnur á kollagen framleiðslu húðarinnar og bætir helst teygjanleika húðarinnar.

Takið þátt hér til að eiga möguleika á að vinna! 

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

SÚKKULAÐIBITA SMÁKÖKUR MEÐ KJÚKLINGABAUNUM!

Skrifa Innlegg