fbpx

SÚKKULAÐIBITA SMÁKÖKUR MEÐ KJÚKLINGABAUNUM!

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
*Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Þessar súkkulaðibita smákökur komu heldur betur á óvart. Helsta uppistæðan í þeim eru kjúklingabaunir! Þær eru einnig vegan og sykurlausar. Ég er ekki að lofa ykkur að þessar smákökur bragðist eins og venjulegar smákökur, en þær eru samt mjög góðar og auðvitað mjög hollar. Mæli með að þið gefið þessum séns!

Innihald:

1 dós kjúklingabaunir
2 dl hnetusmjör
1 dl sweet like sugar
1 dl sweet like syrup
1 dl dökkt súkkulaði
1 dl möndlur
vanilludropar
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt


Aðferð: 

Byrjið á að hita ofninn á 180 gráðum. Blandið saman kjúklingabaununum, sýrópinu og sykrinum saman í matvinnsluvél eða góðum blandara. Blandið síðan restinni af hráefninu og hrærið því vel saman. Setjið rúmlega matskeið af deiginu á ofnplötu með smjörpappír. Bakið í 15-20 mín og leyfið kökunum að kólna í 10 mín.


Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

NEW YORK, NEW YORK

Skrifa Innlegg