fbpx

SYKURLAUST GRANÓLA MEÐ MÖNDLUSMJÖRI

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Heimatilbúið granóla…. miklu hollara og bragðbetra! Það leynist oft mikið af viðbættum sykri í granóla/múslí og mér finnst það algjör óþarfi. Þess vegna er lang best að gera það alveg frá grunni. Mig langaði að prófa nýja aðferð og nota möndlusmjör í uppskriftina og kom það gríðalega vel út. Þessi uppskrift er vegan og inniheldur engan viðbættan sykur –

Hráefni:

4 dl hafrar Himnesk Hollusta

2 dl kókosflögur Himnesk Hollusta

2 dl möndlur Himnesk Hollusta

2 dl valhnetur Himnesk Hollusta

2 dl mjúkt möndlusmjör Monki

1 dl Sweet like Sugar Good Good

1 msk kanill Himnesk Hollusta

Aðferð:

Skelltu öllu hráefninu saman í skál. Síðan skalt þú hella því yfir á plötu með bökunarpappír og inní ofn í 7 mín á 180 gráðum með blæstri. Eftir 7 mín skalt þú hræra aðeins í granólanu og setja það aftur inní ofn í 5 mín. Munið að fylgjast vel
með granólanu svo það brenni ekki.

Granólað er fullkomið til að setja ofan á grauta, smoothie skálar, jógúrt eða
eins og mér þykir það best, með ískaldri kókosmjólk og berjum!

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks/IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGSLISTI

Skrifa Innlegg