fbpx

FÖSTUDAGSLISTI

LífiðPersónulegt

Buxur: Levi´s
Skór: Zara
Skyrta: Nakd
Taska: Gucci

Föt dagsins:
Í dag er ég klædd í mjög klassísk vinnudress. Svartar gallabuxur, hvítur stuttermabolur, svartur blazer og svartir hælaskór

Skap dagsins:
Frekar þreytt eftir vinnuvikuna. Vaknaði 5.45 í morgun til að fara á æfingu (gerist ekki oft).  Finnst persónulega ekki gaman að æfa svona snemma og næ ég ekki að taka eins góða æfingu og ég hefði viljað. Samt sem áður er mjög góð tilfinning að vera búin með æfingu dagsins! En annars bara mjög spennt fyrir helginni og í almennt góðu skapi! 

Lag dagsins:
Er búin að vera hlusta mikið á plötuna Afsakanir – Auður. Finnst hún mjög góð – sérstaklega þá lagið Freðinn.

Matur dagsins:
Ekkert í plönunum með það – held ég grípi mér bara eitthvað snögglegt. Nenni oft ekki að elda kvöldmat um helgar…

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Það sem stendur klárlega uppúr er að fara út að borða á Kopar með vinkonum mínum (sjá myndir fyrir ofan). Við fengum okkur 7 rétta vegan ævintýraferð. Maturinn var mjög góður og fjölbreyttur. Mæli klárlega með! Ekkert betra en að eyða kvöldinu með vinkonum sínum og spjalla um lífið og tilveruna. 

Óskalisti vikunnar:
Þessa stundina er ég að leita af hvítum samfesting sem smá eins og vinnugalli. Á einn þannig svartan og nota hann mjög mikið. Held ég muni nota hvítan/beige mikið í vor og sumar. 

Plön helgarinnar:
Um helgina ætla ég að taka góða æfingu, hvíla mig, borða góðan mat (tek alltaf nammi dag á laugardögum) og hitta mitt besta fólk. Ætla líka að prófa mig áfram í eldhúsinu og gera kókós jógúrt frá grunni. Mun deila því með ykkur ef það heppnast vel!

Þangað til næst og eigið góða helgi! <3

Hildur Sif Hauks/ IG:hildursifhauks

OUTFIT POST

Skrifa Innlegg