fbpx

PERSÓNULEGRI BLOGGFÆRSLA

HeilsaLífiðPersónulegtVlog

Góðan daginn og gleðilegan föstudag – er semi að elska þennan storm. Er að eiga ekkert smá kósy morgun með Bergsveini, mikið kaffi og mikil rólegheit. Ég vona að þið séuð í svipuðum gír og haldið ykkur bara heima. Í dag langar mig að deila með ykkur nýung hjá mér. Síðastliðinn mánuð hef ég verið að deila svokölluðum Vlogs (video blogs) inná IGTV  á Instagraminu mínu. Þar sýni ég frá hversdagsleikanum og vildi ég segja ykkur frá því hér. Ég hef í mörg ár fylgst með vlogs inná youtube af fólki allstaðar í heiminum og hef ég lengi velt fyrir mér að gera eitthvað svipað sjálf. Loks lét ég verða af því og finnst mér ekkert smá gaman af því, allt frá því að taka þau upp, hugmyndavinnuna á bakvið vlogið og líka að edita þau. Ég vona að ykkur finnst gaman að sjá þessa nýju hlið af mér og nýja tegund af bloggi!

Takk fyrir að lesa og þangað til næst xx

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

OUTFIT FÆRSLA + LIFE UPDATE

Skrifa Innlegg