fbpx

OUTFIT FÆRSLA + LIFE UPDATE

LífiðPersónulegtTískaVintage

Sæl veriði – í dag ætlaði ég að henda í örstutta outfit færslu. Í dag er ég staðsett á kaffihúsi með Bergsveini mínum að vinna að skemmtilegum verkefnum sem ég vona að ég get deilt með ykkur bráðlega. Dagurinn í dag er frábær dagur, ég er í mjög góðu skapi, er að fá Aríu (hund) í pössun og er síðan að bjóða mínum allra bestu vinkonum í mat í kvöld. Ætla auðvitað að bjóða þeim uppá trufflu pasta, no suprise there! Framundan hjá mér er smá grind, mikil vinna ásamt því að taka pásur til að æfa og auðvitað horfa á Love Island og Bachelor, þvílíka veislan. Síðan er komin smá vor spenningur í mann þrátt fyrir að veturinn er ekki nærrum búinn! Dagarnar eru samt sem áður búnir að lengjast svo mikið og munar það helling! Vona að þið séuð að eiga góðan dag xx


Jakki – 17 
Buxur – Vintage Levis frá Wasteland
Stígvél – Zara

Myndir eftir besta Helga Ómars

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

EINFÖLD OG HOLL BLÁBERJA PIE

Skrifa Innlegg