fbpx

EINFÖLD OG HOLL BLÁBERJA PIE

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
*Færslan er unnin í samstarfi við Now

Í dag langar mig að deila með ykkur þessari ofureinföldu uppskrift af bláberja crumble/pie. Ég rakst á svipaða uppskrift inná Instagram og langaði strax að búa til einhverja svipaða uppskrift. Ég breytti henni örlítið og gerði hana auðvitað aðeins hollari. En ég er búin að vera með svo ruglað æði á bláberjum og borða þau á hverjum degi. Því fór það ekki á milli mála að þessi uppskrift myndi henta mér. Mæli innilega með að þið prufið. Algjört æði með vegan jógúrti eða vanillu ís!

Innihald:

3 dl hafrar

1 dl kókoshveiti

1 msk kókosolía

1 msk sýróp

8 döðlur

300 gr bláber

Aðferð:

Setjið bláberin í eldfast form. Hitið ofninn á 180 gráður. Blandið hráefnunum saman í matvinnsluvél og hellið yfir bláberin. Bakið í 20 mín. Ekki flóknara! Ooooog njótið vel!

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

FYRSTI FÖSTUDAGSLISTI 2020

Skrifa Innlegg