fbpx

NÁTTÚRULEG BRÚNKA + GJAFALEIKUR

HeilsaLífiðPersónulegtSamstarfSnyrtivörur

Mig langar til að deila með ykkur einum gjafaleik sem er í gangi inná Instagraminu mínu í samstarfi við Maí Verslun. Ég ætla að gefa tveimur heppnum vörur frá Eco By Sonya. Ég hef lengi notað Face Tan Water frá þeim og nýlega bætt við líkamsskrúbb og brúnkufroðu. Ég legg mikla áherslu á að nota hreinar og náttúrulegar snyrtivörur og auðvitað er mikilvægt að hafa brúnkuna sína án allra óæskilegra aukaefna. Ég persónulega set á mig brúnku einu sinni í viku á allan líkamann og svo Face Tan Water annan hvern dag. Ég er algjörlega háð brúnkukremi og finnst mér það algjör game changer í að gera mann ferskan þá sérstaklega yfir þessa dimmu vetrarmánuði.

Cacoa Firming Mousse  – Aðalinnihaldsefnin í brúnkunni er kakó, kaffi og blóðappelsína. Náttúrulega verður það ekki! Síðan á froðan að stinna húðina og smitar ekki í föt eða sængurföt sem er algjör snilld þar sem ég set yfirleitt brúnkuna á mig yfir svefn.

Pink Himalayan Salt Scrub – Inniheldur lemongrass- og kókosolíu sem nærir húðina vel. Ég nota skrúbbinn í sturtunni áður en ég ber á mig brúnkukrem. Einnig vinnur skrúbburinn á appelsínuhúð og slitum.

Face Tan Water – Þetta brúnkuvatn er margverðlaunað og þekkja það líklega flestir. Ein af mínum uppáhalds vörum og hef ég notað hana óspart í mörg ár. Face Tan Water gefur þér fallegan lit en að auki vinnur það á öldrun húðarinnar, gefur henni raka og stíflar ekki svitaholurnar.

Þangað til næst –

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

AFMÆLISDAGUR OG OUTFIT

Skrifa Innlegg