fbpx

NA-KD Á ÍSLANDI

GjöfLífiðSamstarfTíska

Gleðilegan sunnudag – í dag langar mig að segja ykkur frá Na-kd. Ég hef elskað þetta fatamerki í mörg ár og var ég því mjög ánægð þegar ég sá merkið í verslunum Gallerí 17. Eitt það sem ég elska mest við Na-kd er hversu dugleg þau eru að gera línur með ákveðnum bloggurum og þannig fann ég í raun þetta vörumerki. Ég elska stílinn hjá þeim og er verðið mjög viðráðanlegt! Í samstarfi við Gallerí 17 fékk ég að velja mér nokkrar flíkur til að sýna ykkur hér. Ég mæli eindregið með því að þið kíkið í 17 og sjá úrvalið frá Na-kd, munið klárlega finna eitthvað flott fyrir jólatíðina.

Ég valdi mér fullkomnar gallabuxur sem passa við allt og eru mjög mjúkar og þæginlegar. Síðan er þessi bolur sem er opinn í bakið fullkominn! Held að hann sé mín allra uppáhalds flík þessa stundina.

Síðan valdi ég mér hvítan kósy galla sem er fullkominn fyrir jólin! Ætla að vera í honum á aðfangadag þar sem við fjöldskyldan erum með náttfatarjól – fullkomið sett.

En takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    24. November 2019

    flottust!