fbpx

LOS ANGELES #2

FerðalagLífið

Hæhæ elsku!

Ég ætlaði að setja inn mína seinni færslu um Los Angeles fyrr en hér kemur hún, aðeins seinna en ég hefði vonað.

Við ákváðum að eyða einum degi í Beverly Hills. Byrjuðum á því að borða á veitingastað sem heitir Gratitude. Veitingarstaðurinn er lífrænn og plant based, sem hentaði mjög vel fyrir mig og Bergsvein. Ég er ekki frá því að ég hafi fengið bestu acai skál ferðarinnar á þessum stað – þvílíkt fersk og bragðgóð!

Röltum síðan Rodeo Drive og kíktum í búðir. Enduðum daginn á að horfa á sólina setjast með fullkomnu pálmatrjánum. Beverly Hills er líklega uppáhalds hverfið mitt í L.A., rólegt andrúmsloft, skemmtilegar verslanir og hollir veitingastaðir.

Síðustu dagarnir í L.A. voru aðeins rólegri, ekki mikið planað og áhersla sett á að njóta. Eyddum einum eftirmiðdegi í Santa Monica og fórum á Santa Monica Pier að skoða okkur um. Hittum síðan vini okkar og fengum okkur að borða á True Food Kitchen. True Food er keðjuveitingastaður líkt og PF Changs og Cheesecake Factory en mun hollari. Gríðalega góður og vandaður matur!

Síðasta daginn í Los Angeles fórum við í vínsmökkun í Malibu – þvílík dásemd sem það var en ég held að þeim stað þurfti að loka vegna skógareldana í Californiu. Vona að þau geta opnað aftur sem fyrst. Vínsmökkunin byrjaði á smá göngu í kringum lóðina og endaði á að smakka dýrindis vín. Fannst þessi vínsmökkun vera ein af hápunktum ferðarinnar og naut ég mín mikið. Klárlega eitthvað sem mig langar að gera aftur í Californiu.

Um kvöldið fórum við á Malibu Farm að borða og er mikið lagt uppúr að hafa ferskan mat beint frá býli. Fékk rugl gott pad thai og gæti ekki mælt meira með þessum stað. Staðsetningin er líka mjög góð, á bryggju við Malibu ströndina.

Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst!
Instagram: hildursifhauks

Hildur Sif Hauks

LOS ANGELES #1

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    18. November 2018

    draumur!!! xxx njótið!!!