fbpx

LOS ANGELES #1

FerðalagLífið

Hæ aftur frá L.A.!

Í dag langar mig að segja ykkur frá lífinu í LA. Þetta er fjórða skiptið sem ég heimsæki Los Angeles og verð ég í raun hrifnari af borginni í hvert skipti. Fullt af góðum mat, skemmtileg stemning og fullkomið veður.

Fyrsta daginn ákváðum við að fara á Abbot Kinney Boulevard að skoða okkur um. Mjög skemmtilegt hverfi með hollum veitingastöðum og flottum búðum. Við borðuðum á Butchers Daughter sem er grænmetisstaður og er þvílíkt góður – hann er einnig staðsettur í NY. Mæli innilega með honum. Frá Abbot Kinney löbbðuðum við yfir til Santa Monica og hittum loksins systir mína og kærastann hennar. Enduðum kvöldið að horfa á sólsetrið og borða kvöldmat saman – yndislegur dagur í alla staði!

Næsta dag ákváðum við að fara í fjallgöngu upp að Hollywood skiltinu. Byrjuðum í Griffith Park og löbbuðum þaðan upp. Tók okkur um 3 klukkutíma í heildina. Eftir það var aðeins kíkt upp á sundlaugarbakka og þaðan í The Grove, sem er verslunarmiðstöð í Beverly Hills. Um kvöldið fengum við okkur að borða á The Cheesecake Factory sem veldur aldrei vonbrigðum.

Á sunnudeginum fórum við á Melrose Avenue og kíktum í búðir. Fórum einnig á markað, Melrose Trading Post sem er einungis á sunnudögum. Mjög mikið úrval af vintage Levi’s og flottu skarti. Fengum okkur að borða á Urth Café sem var sjúklega gott – mæli innilega með Falafel Platter og Avacado Toast sem var með möndluosti.  Síðan var að sjálfsögðu tekið myndir fyrir framan fræga bleika vegginn – algjört must þegar maður er á Melrose!

En nú tekur við annar skemmtilegur dagur í L.A. og mun ég segja ykkur frá honum seinna!

Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst

Hildur Sif Hauks <3
Instagram: hildursifhauks

 

SAN FRAN + ROAD TRIP

Skrifa Innlegg