fbpx

Í HREINSKILNI SAGT

LífiðPersónulegt

Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur mig vantað innblástur. Vantað innblástur fyrir bloggið og kannski smá fyrir lífinu. Stundum koma tímar þar sem maður er minna “motivated” og kemur sér ekki alveg í gírinn. Ég þoli ekki að vera þannig og líður best þegar ég er “creative”. Held að þetta sé tímabil sem margir ganga í gegnum hvort sem það er í vinnu, skóla, íþróttum eða bara hverdagslífinu. Ég er að reyna eins og ég get að koma mér frá þessu ástandi. Þetta er vissulega lúxus vandamál, ég geri mér grein fyrir því en þrátt fyrir það er þetta ástand eitthvað sem ég er ekki beint vön að vera í. Venjulega er ég með lista og hugmyndir yfir fullt af verkefnum sem mig langar að til að framkvæma en þessa dagana næ ég varla að hugsa um einn hlut. Finnst smá óþæginlegt að vera að skrifa um þetta hér en kannski mun það hjálpa mér eða þá einhverjum öðrum.

Það sem mér finnst hafað hjálpa mér:

 • Hreinsa samfélagsmiðla (fylgjast bara með fólki/aðgöngum sem gefa mér innblástur og good vibes)
 • Skipuleggja mig og skrifa to do lista
 • Ekki setja of mikla pressu á sjálfan mig og taka hlutunum ekki of alvarlega
 • Óhefðbundna hugleiðslu (draga djúpt andann, hlusta á líkamann og loka augunum)
 • Eyða meiri tíma með besta fólkinu mínu
 • Reyna bera mig ekki saman við annað fólk (erfiðasta sem ég veit)
 • Fara í göngutúr, elda mat og hreyfa mig
 • Gera eitthvað fyrir útlitið (maski, lita augabrýr, brúnkukrem og fl) no joke
 • Klappa hundum eða halda á litlu barni hehe

Eru þið með einhver ráð fyrir þessu eða hafiði upplifað eitthvað svipað?

En annars takk fyrir að lesa þessar random pælingar og ég vona að þið eruð að eiga góðan dag <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

SÚKKULAÐI BROWNIES

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

 1. Kolla

  19. September 2019

  Mátt klappa mínu barni 😎🤓❤️