fbpx

SÚKKULAÐI BROWNIES

HeilsaSamstarfUppskriftir
Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Bergsveinn átti afmæli í vikunni og vildi ég baka fyrir hann afmælisköku. Eins og þið flest vitið þá borðar Bergsveinn mjög hollt og þurfti kakan að vera í hollari kantinum. Ég ákvað að skella í sæt kartöflu brownies sem ég hef aldrei prófað prófað áður. Ég fann uppskrift upprunalega á Pinterest sem ég breytti örlítið til þess að gera hana enn hollari og ætla að deila henni með ykkur hér. Þessar brownies eru glútein lausar, sykurlausar og vegan! Aldrei hefði mér dottið í hug að sæt kartafla og súkkulaði væri svona góð blanda!

Innihald fyrir brownies:

150 gr stöppuð sæt kartafla
40 gr hafrahveiti
40 gr sweet like sugar
30 gr sweet like syrup
230 gr möndlusmjör
30 gr ósætt kakó
teskeið matarsódi
1/4 teskeið salt

Innihald fyrir súkkulaðikrem: 

100 gr stöppuð sæt kartafla
200 gr stevia dökkt súkkulaði

Aðferð: 

Sjóðið sætu kartöfluna og stappið hana vel niður. Setjið hana í skál ásamt möndlusmjörinu og sýrópinu og hrærið vel saman. Bætið við restinni af hráefninu og blandið deiginu vel saman. Setið á bökunarplötu og inní ofn í 25 mín á 180 gráður. Fyrir súkkulaðikremið bræðið súkkulaðið yfir sætu og blandið vel saman þangað til að það til að aðferðin er orðin mjúk. Setið yfir kökuna þegar hún er búin að kólna alveg niður.

Takk kærlega fyrir að lesa og ég vona innilega að þið gefið þessari séns! Munið ekki sjá eftir því

Hildur Sif Hauks | IG:hildursifhauks

EINFALDIR OG HOLLIR HAFRAKLATTAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1