*Hluta af vörunum fékk greinahöfundur sem gjöf
Hæhæ elsku Trendnet lesendur – mín fyrsta uppskrift verður af þessum hráfæðis döðlubitum. Döðlubitarnir innihalda fá hráefni, engan viðbættan sykur og eru þeir bæði bragðgóðir og vegan!
Mér finnst algjört æði að eiga þá inní frysti til að grípa í með kaffinu eða þegar manni langar í eitthvað sætt.
Innihald:
500 gr döðlur
200 gr möndlur
200 gr kókosflögur
Tvær matskeiðar kanill
Örlítið sjávarsalt
Aðferð:
1. Hráefninu blandað saman í matvinnsluvél og hrært vel saman.
2. Setjið blönduna í form með bökunarpappír undir.
3. Blandan sett inní frysti í nokkra klukkutíma.
4. Blandan skorin í bita. Best er síðan að geyma þá í einhverskonar ílátí inní frysti.
Algjört uppáhald með bollanum!
Mæli klárlega með þessari uppskrift og takk kærlega fyrir að lesa!
Þangað til næst!
Hildur Sif Hauks
Instagram: hildursifhauks
Skrifa Innlegg