fbpx

Hæhæ Trendnet!

Hæhæ elsku Trendnet lesendur – Hildur Sif Hauksdóttir heiti ég og er nýr bloggari inná Trendnet. Ég hef áður bloggað inná minni eigin bloggsíðu og inná H Magasín og er því með einhverja reynslu á þessu sviði. Ég er afar spennt að vera hluti af þessum æðislega miðli Trendnet og hlakka til að deila með ykkur mínum færslum. Ég er 24 ára og bý í Kópavogi með kærastanum mínum Bergsveini Ólafssyni sem er einnig bloggari hér inná Trendnet. Ég vinn sem samfélagsmiðlastjóri og er einnig flugfreyja. Ég útskrifaðist með BSc gráðu í Sálfræði úr HÍ á síðasta ári.

Ég hef sérstakan áhuga á heilbrigðum lífsstíl, þá sérstaklega matargerð og hreyfingu. Það sem einkennir mína eldamennsku og matarræði er að ég held mig mest við grænmetisfæði. Ég reyni að taka bestu ákvörðun að hverju sinni sem neytandi án þess að vera með mikill boð og bönn. Ég er að vísu heimsins mesti nammigrís og elska að vinna mig áfram með allskyns nýjar uppskriftir. Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum og líður aldrei jafn vel og þegar ég ferðast um heiminn með fólkinu mínu. Ásamt því hefur tíska verið stór hluti af lífi mínu. Ég elska að fylgjast með nýjustu trendunum og finna minn persónulega stíl. Að auki er ég með förðunargráðu frá Mood Makeup School og hef gaman af öllu tengt förðun og húðumhirðu. Ég myndi svo segja að nýjasta áhugamálið mitt sé ljósmyndun og að vinna myndir.

Það sem ég kem til með að blogga um hérna inná Trendnet verður mikið tengt matargerð og uppskriftum. En mig langar líka til þess að deila því sem er í gangi í mínu lífi að hverju sinni með persónulegri færslum. Ég er mjög hrifin af hugmyndinni að hugsa um blogg dálítið eins og nútíma dagbók. Það verður því mjög opið hvað ég mun vilja deila með ykkur.

 

Í lokin langar mig að nefna að ég er mjög virk á Instagram og ykkur er velkomið að fylgja mér þar @hildursifhauks!
Mikið er ég spennt að byrja á blogga hér á Trendnet og hlakka til að deila með ykkur alls konar skemmtilegu.

Þangað til næst!

Hildur Sif Hauks <3

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Guðrún Sørtveit

  21. October 2018

  Velkomin elsku Hildur <3 Svo gaman að fá þig í Team Trendnet!

 2. Andrea

  21. October 2018

  Halló Hildur
  Geggjað að fá þig hingað <3
  Velkomin á Trendnet
  <3

 3. Fanney Ingvars

  22. October 2018

  Velkomin elsku India <3 <3 <3