fbpx

HIMNESKAR DÖÐLUKÚLUR

HeilsaSamstarfUppskriftir
*Myndbandið er unnið í samstarfi við Himneska Hollustu

Þessar döðlukúlur eru í rosalegu uppáhaldi hjá mér og þeir sem þekkja mig vita það. Það er ekkert betra en að eiga þær inní frysti þegar manni langar í eitthvað sætt en er samt hollt. Þar sem ég er að taka nammilausan janúar og er mikill nammigrís þá finnst mér þessar kúlur koma því næst að vera eins og einhverskonar nammi. Bergsveinn hefur áður deilt þessari uppskrift inná Trendnet  – sjá hér. En í þessu sinni kemur uppskriftin í formi myndbands.

Persónulega finnst mér þæginlegt að sjá uppskriftamyndbönd því þá sér maður í raun hversu auðveld uppskriftin er í framkvæmd. Ég hef verið að búa til svipuð myndbönd í samstarfi við meðal annars Himneska Hollustu og datt mér í hug að deila þeim með ykkur hérna inná Trendnet.

https://www.facebook.com/himneskhollusta/videos/450818885322960/

 

Ég vona að ykkur líki vel við og mæli innilega með að þið prófið þessar himnesku döðlukúlur – svo einfaldar og góðar!

Þangað til næst!
Hildur Sif Hauks – IG: hildursifhauks

SUNNUDAGUR

Skrifa Innlegg