fbpx

HELGIN

LífiðPersónulegtTískaUppskriftir

Það var mikið að gera hjá mér um helgina og ég ætla að deila henni með ykkur hér. Á föstudaginn var ég mestmegnis að vinna í mismunandi verkefnum. Var að kenna, farða og seinni partinn var ég að hjálpa systur minni og kærastanum hennar við Showcase fótboltaleiki sem Soccer and Education var að halda. Alls komu 90 erlendir þjálfarar meðal annars frá Harvard og Yale og voru yfir 100 íslenskir krakkar að spila leikina. Showcase-ið gekk gríðarlega vel og mikið hefði ég verið til í að taka þátt í svona Showcase leikjum þegar ég var að leita mér að háskóla í Bandaríkjunum. Ef einhver hér hefur áhuga á að skoða sína möguleika á stunda nám í Bandaríkjunum á fótboltastyrk getiði kíkt á þau hér!

 

Á laugardaginn byrjaði ég daginn eins og flesta laugardaga að taka góða æfingu – finnst skemmtilegast að æfa um helgar því þá gefur maður sér meiri tíma í æfinguna og að fara í gufu og kalda pottinn. Eftir æfingu gerðum ég og Bergsveinn vel við okkur í hádegismat og bjuggum til bananabrauð og acaii skál. Ég sýndi frá acaii skálinni á Instagram Story og fékk nokkrar fyrirspurnir um að sýna frá ferlinu. Mun líklega gera það næstu helgi – þannig endilega fylgist með því ef þið hafið áhuga. Um kvöldið var síðan Þorrablót Fjölnis – hef aldrei áður farið á Þorrablót og minnti það frekar á einhverja árshátíð. Skemmti mér mjög vel þar – alltaf gaman að brjóta upp hversdagsleikann, gera sig fína og hitta skemmtilegt fólk.

Var svo heppin að hafa hana Guðrúnu með mér á borði sem þið flest öll kannist við xx

Á sunnudeginum tók ég því frekar rólega, fór á æfingu og hitti vinkonu mína í kaffibolla í Norðurbakka í Hafnarfirði – endaði síðan kvöldið með að elda kvöldmat fyrir mig og Bergsvein og klára að horfa á Sex Education á Netflix. Fannst þessir þættir vera þvílík snilld, Eric var uppáhalds karakterinn minn og vona ég innilega að það kemur önnur sería.

En annars takk fyrir að lesa og þangað til næst!
Hildur Sif Hauks / IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGS VOL 2

Skrifa Innlegg