fbpx

FÖSTUDAGS VOL 2

LífiðPersónulegt

Gleðilegan föstudag!
Alltaf svo ljúft að vakna á föstudegi vitandi að helgin sé framundan.

Ætla halda áfram með föstudagsliðinn sem ég byrjaði á í síðustu viku…

Föt dagsins:
Í dag er ég enn í náttsloppnum mínum og í kósý sokkum. Þarf ekki að mæta í vinnu fyrr en klukkan 10 þannig ég ákvað að skella í eina færslu til þess að byrja daginn. Ekki mjög spennandi föt dagsins að þessu sinni…

Skap dagsins:
Ég svaf mjög vel í nótt og vaknaði úthvíld klukkan 7.00. Ég er mjög mikil B manneskja og hef verið að vinna í því að fara fyrr að sofa til þess að vakna fyrr. Það er loksins að virka núna og er ég að sofna um 10 á kvöldin. Mæli með að láta símann frá sér og vera ekki í honum inní svefnherbergi – reyni að hafa það sem reglu. 

Lag dagsins:
Það er bara eitt lag sem ég er að hlusta á þessa stundina og það er 7 Rings með Ariana Grande – mjög basic. 

Matur dagsins:
Það er smá óvissa með þar sem ég verð mjög upptekin í kvöld. Ég gríp mér líklega eitthvað – mögulega Gló eða Nings. En í gær var ég með fyllta sæta karteflu – algjör snilld. Gerði færslu með uppskrift hér ef þið viljið kíkja á það.

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Þessi vika var mjög viðburðarlítil, vinna, æfa, sofa – mjög mikill janúar. Ég held án djóks að það hafi verið að horfa á Sex Education á Netflix með Bergsveini. Átti ekki von að fýla þessa þætti svona vel en vá hvað þeir eru fyndnir og skemmtilegir! Mæli innilega með þeim!

Óskalisti vikunnar:
Er að leita mér að nýjum tóner. Ég var að klára minn í síðustu viku frá Indie Lee en hann fæst í Sephora og ætlaði ég að prófa einhvern nýjan. Hef heyrt góða hluti um Ole Hendriksen tónerinn og ætla mögulega að prófa hann. 

Plön helgarinnar:
Um helgina verð ég að vinna smá. En á laugardaginn er ég að fara á Þorrablót Fjölnis og mun ég deila því líklega meira með ykkur seinna. En annars mun ég líka nýta helgina í að æfa og hitta fjöldskyldu og vini. 

Takk fyrir að lesa og eigið góðan föstudag!

Hildur Sif Hauks – IG: hildursifhauks

INIKA GJAFALEIKUR

Skrifa Innlegg