fbpx

HELGIN

LífiðUppskriftir

Hæhæ elsku Trendnet lesendur!

Í þessari færslu langar mig að segja ykkur frá helginni minni. Hún byrjaði rólega og eyddi ég föstudeginum að vinna heima. Ég tók upp förðunarmyndband fyrir merkið Inika og gekk það vel! Mér finnst mjög gaman að búa til þessi myndbönd og er hægt að fylgjast betur með þeim inná þeirra miðlum.

Seinna um daginn fór ég í neglur hjá Maríu sem er staðsett í Hár og Dekur snyrtistofunni uppí Bæjarlind. Ég er alltaf jafn ánægð með neglurnar hjá henni og hef ég verið hjá henni nú bráðum í ár. Ég fæ mér oftast glært gel yfir mínar eigin neglur. Mér finnst þær vera náttúrulegri og þæginlegri þannig!

Um kvöldið hittumst við vinirnir og elduðum saman. Við ákváðum að hafa mexican þema sem er í miklu uppáhaldi. Allt frá mangó salsa, quacamole, ferskt grænmeti, krispí tofu og chilli baunir voru á boðstólnum.

Mér finnst mangó salsa algjört æði með þessum mat og mjög einfalt að gera. Það eina sem þú þarft er:
Tvö mangó
Kóríander
Paprika
Rauðlaukur
Sítrónu safi og salt eftir smekk

Allt skorið niður smátt og blandað saman í skál. Bætt smá sítrónusafa og salt eftir smekk – auðvelt og dásamlegt!

Meiriháttar kvöld með mínu allra besta fólki. Á laugardeginum tók síðan við smá vinna og auðvitað tekin góð æfing. Finnst laugardagsæfingar alltaf vera extra skemmtilegar – maður er með svo mikla orku og meiri tíma.
Um kvöldið hitti ég mínar vinkonur í svokallaðan Prosecco Club. Æðislegt kvöld þar sem við skemmtum okkur ofur vel yfir góðu spjalli og söngæfingum haha! Myndir kvöldsins eru varla við hæfi til að koma hingað inn en leyfi nokkrum að fylgja áður en að stuðið byrjaði.

Á sunnudeginum var mikið á döfinni, barnaafmæli, kaffiboð og að lokum matarboð í mat hjá mömmu og pabba – tók því miður engar myndir af deginum, stundum er betra að njóta og vera sem minnst í símanum.

Það sem er framundan hjá mér er 3 vikna ferð til Californiu og Hawaii. Ég mun leyfa ykkur að fylgjast eins mikið og ég get hérna inná Trendnet ásamt því að vera létt ofvirk inná Instagram – getið endilega fylgst betur með mér þar!

Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst

Hildur Sif Hauks <3 

HRÁFÆÐIS DÖÐLUBITAR

Skrifa Innlegg