fbpx

HAWAII & SAN DIEGO

FerðalagLífið

Í þessari færslu langar mig að segja ykkur frá því allra helsta frá Hawaii og San Diego.

Hawaii var draumur… Eyddum tímanum okkar í að slaka á, borða góðan mat, liggja í sólinni og njóta með fólkinu sínu. Við gistum á Hilton Waikiki Willage hótelinu sem var stórkostlegt hótel. Það var allt til alls, Starbuck, smoothie staður með acai og jafnvel Louis Vuitton. Hawaii hefur alltaf verið á óskalistanum að heimsækja og ég sá alls ekki eftir því. Við vorum á Honolulu eyjunni allan tímann en langar mig vissulega að heimsækja eyjuna Maui – vonandi í framtíðinni.

Það sem ég mæli með að gera á Honolulu er að fara skoða Hanauma Bay. Hanauma Bay er friðuð strönd sem er einstaklega falleg. Eftir að hafa eytt góðum tíma á ströndinni þar ákváðum við að fara á China Walls. Þar er hægt að stökkva útí sjóinn af háum klettum. Ég ætla þó ekki að mæla með því fyrir alla þar sem það var mun hættulegra en við áttum von og öldurnar mjög sterkar.

Annað sem ég mæli  með er að leigja bát og sigla um strendur Waikiki. Algjörlega uppáhalds dagurinn minn á Hawaii. Fengum tækifæri til að snorkla og sáum krúttlegar skjaldbökur og fiska.

Eftir viku í Hawaii tóku við rólegir dagar í San Diego. Þetta er í annað skiptið sem ég og Bergsveinn heimsækjum borgina og ekki að ástæðulausu. Í San Diego löbbuðum við niður Pacific Beach, fórum í Old Town, horfðum á sólina setjast á La Jolla ströndinni og borðuðum æðislegan mat. Ef það er einhver veitingastaður sem ég mæli með eftir þessa ferð þá er það Café Gratitude. Besti matur sem ég hef á ævinni smakkað, allur plant based, lífrænn og stórkostlegur.

Annars takk fyrir að lesa þessa löngu færslu hjá mér! Síðan hlakka ég mikið til að byrja deila með ykkur hollum uppskriftum fyrir jólin og frá lífinu heima í desember – besti tími ársins framundan!

Þangað til næst…

Hildur Sif Hauks
IG:hildursifhauks

LOS ANGELES #2

Skrifa Innlegg