fbpx

FÖSTUDAGSLISTI

FöstudagslistiLífiðPersónulegt

Föt dagsins:
Í dag er ég í svörtum levis gallabuxum, Dr Martens Jadon, hvítum síðermabol og Dyngju frá 66. Eina í stöðunni í þessu veðri að vera í síðri úlpu, thank god for 66! 

Skap dagsins:
TGIF! Í kvöld er ég með matarboð, ætla bjóða uppá pasta með sólþurrkuðum tómötum, “mozzarella” með basiliku og vegan ostabakka. Í eftirrétt ætla ég síðan að bjóða uppá Twix og ís – uppskrift hér.  En annars verður þessi helgi mjög skemmtileg. Síðustu helgi var ég að jafna mig eftir endajaxlatöku og gerði því lítið. Þannig þessa helgi er ég með mikið planað. 

Lag dagsins:
Öll platan hans Justin Biebers og líka platan hennar GDRN. 

Matur dagsins:
Er heldur betur búin að fara yfir það sem ég ætla að borða í kvöld og vá hvað ég er spennt! En í hádeginu ætli ég fái mér ekki bara eh ofur einfalt. Hafragraut með banana og hnetusmjöri er í miklu uppáhaldi þessa stundina. 

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Þessa vikuna hef ég æft mjög vel og held án djóks að það standi bara uppúr, ég og Beggi áttum mini date dag og tókum saman gym og spa. Er ekki mikið að gera mikið annað en að vinna og æfa. En síðan eru það vikulegu Bachelor kvöldin sem er no joke hightlight of my week. Tókum síðast Mandý og Bachelor og var það drauma combo! 

Óskalisti vikunnar:
Er búin að vera gríðalega dugleg finnst mér að versla mér nánast ekki neitt á árinu. En í gær keypti ég mér kjól sem frá Revolve. Hef lengi langað að versla frá þessari síðu og vonandi kemur hann vel út! En annars ætla ég að halda áfram að versla sem minnst en læt mig dreyma um einhverja vorflíkur. 

Plön helgarinnar:
Um helgina ætla ég að æfa, parawod á morgun sem er alltaf uppáhalds. Síðan auðvitað að horfa á Eurovision og á sunnudaginn ætla ég að bjóða mínum bestu í smá brunch heima. Er ekki nógu dugleg að bjóða heim og langar að gera meira af því! 

Þangað til næst og eigið góða helgi <3
Hildur | IG: hildursifhauks

TWIX BAR - VEGAN OG SYKURLAUS!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    28. February 2020

    LOVE!!! x