fbpx

FÖSTUDAGSLISTI

FöstudagslistiLífiðPersónulegt


Föt dagsins:
Í morgun svaf ég næstum yfir mig og þurfti að drífa mig út. Henti mér því í eitthvað mjög þæginlegt og fór í svartar víðar buxur úr Cos og hvíta Nike peysu – ekki flóknari en það. Það er ekkert verra samt en að byrja daginn á að sofa yfir sig…

Skap dagsins:
Í dag er ég frekar hress og spennt fyrir komandi tímum. Er ég er mjög hamingjusöm á þeim stað sem ég er núna og er að vinna í skemmtilegum verkefnum sem ég hlakka til að deila með ykkur bráðlega. 

Lag dagsins:
Ég er því miður ekki að hlusta á neina skemmtilega tónlist þessa stundina. Það þarf einhver íslenskur artist að gefa út nýja tónlist sem fyrst! 

Matur dagsins:
Í kvöld ætla ég að elda með vinum mínum og við ætlum að gera einhverskonar pastarétt með sveppum og tófu. Síðan í eftirrétt ætlum við að hafa vegan “skyr” köku. Ef kakan heppnast vel skal ég deila uppskriftinni með ykkur hérna inná Trendnet!

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ætli það hafi ekki verið að hitta vinkonu mína í hádegismat á Snaps síðasta miðvikdag. Það sem ég elska mest við vaktavinnu, að hitta vinkonu mínar í rólegheitunum á virkum dögum. Síðan er ég að elska að æfa þessa stundina. Ég æfi í World Class Kringlunni og er á námskeiði sem heitir World Fit sem er eins og Crossfit. Vinkona mín dróg mig með sér og ég sé alls ekki eftir því. 

Óskalisti vikunnar:
Það sem er helst á óskalistanum hjá mér er hvítur Blazerkjóll, held að ég mun finna mér hann á netinu. Ég skoða mest Nakd, Nelly, MyTheresa og Netaporter þegar ég er að versla á netinu. Ég er samt að reyna að hætta versla eins mikið og ég gerði. Reyni að hugsa mig vel áður en ég versla mér eitthvað nýtt og passa að flíkin passi við minn stíl og að ég get notað hana oft. 

Plön helgarinnar:
Það er vinnuhelgi framundan hjá mér. En í næstu viku er ég að vinna í skemmtilegu verkefni sem ég næ vonandi að deila með ykkur sem allra fyrst. Síðan sett ég upp bás í Trendport þar sem ég er að selja af mér lítið notuð föt og skó á mjög góðu verði. Er á bás 40 ef einhver hefur áhuga á að kíkja á þetta! Mæli innilega með. 

Þangað til næst og eigið góða helgi! <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

EINFALT OG FERSKT SUMARSALAT!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Guðrún Sørtveit

    28. June 2019

    Elska föstudagslistann!

  2. Helgi Ómars

    2. July 2019

    ú en skemmtilegt!