fbpx

WHAT I EAT IN A DAY – VEGANÚAR

LífiðUppskriftir

Gleðilegan janúar elsku lesendur! Í dag langar mig að deila með ykkur einni áskorun sem ég setti sjálfum mér eftir 3 mánuði í frekar miklu át sukki. Ég ákvað að taka janúar alla leið og borða alveg plant based ásamt því að sleppa glúteini og hvítum sykri. Mér finnst oft virka að vera með skýrar reglur þegar ég set mer markmið. Ég skil vel að það henti ekki öllum að en mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt.

Ég fæ oft spurninguna “hvað borðaru eiginlega yfir daginn?” og þess vegna langar mig að deila með ykkur týpískum degi í matarræði hjá mér. Vil samt taka það fram að ég borða ekki alltaf svona hollt en vildi óska að raunin væri svo. Einnig þá fasta ég yfirleitt fyrripartinn og borða því ekki morgunmat og það er að passa mjög vel inní mína rútínu.

Fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að drekka 1-2 vatnsglös. Ef ég er síðan að taka æfingu þá fæ ég mér einhverja orku eins og GOGO eða kaffi. Tek svo vítamín frá Now og eru þau mismunandi daglega. En þessa dagana hef ég verið að setja áherslu á Hair, Skin and Nails vítamínið og inniheldur það mörg nauðsynleg vítamín eins og til dæmis vítamín A, C, E, B12 og auðvitað Biotin.

Í hádegismat um svona 1 leytið fæ ég mér chia graut. Hann er mjög fyllandi ásamt því að vera stútfullur af hollri fitu og trefjum.

Hráefni:

 • 3 matskeiðar chia fræ
 • 300 ml sykurlaus möndlumjólk
 • 1 matskeið kókosmjöl

Aðferð:

Blanda vel saman og kæla inní ísskáp í minnsta kosti 30 mín. Bæta við kanil, epli og möndlusmjöri.

Sem snarl yfir daginn fékk ég mér prótein smoothie. Ég nota þetta Plant Protein Complex frá Now í bragðinu Chocolate Mocca og finnst mér það mjög gott. Ekki flókið bara blanda saman próteini, banana, vatn og klökum.

Í kvöldmat gerði ég fyllta sæta kartöflu með tófu, svörtum baunum, grænmeti og avókadó.

Hráefni:

 • 2 litlar sætar kartöflur
 • 1 tófu
 • 1 dós af svörtum baunum
 • 1 paprika
 • 2 avókadó
 • Gular baunir
 • Salsasósa

Aðferð: 

Elda sætu karftöfluna í ofni í 40 mín á 180 gráðum þangað til hún er mjúk í gegn.
Skola baunirnar og krydda með mexíkó kryddi. Elda þær inní ofni í 20 mín.
Þurrka tófuið með pappír/viskustykki og skera niður í litla bita. Steikja á pönnu uppúr tamari/soja sósu og hvítlauk. 

Þegar sæta karteflan er tilbúin sker ég í hana og fylli hana með öllu hráefninu.

En annars takk kærlega fyrir að lesa og ég vona innilega að þetta hafi gerið ykkur einhverjar hugmyndir af grænmetis máltíðum. Ég stefni á að deila meiri uppskriftum og matarhugmyndum með ykkur á næstunni.

Ég er líka frekar dugleg að setja inn allskonar sniðugt á Insta story ef þið viljið fylgja mér þar – IG: hildursifhauks

Þangað til næst!
-Hildur Sif Hauks

HVERNIG ÉG SET MÉR MARKMIÐ FYRIR NÝJA ÁRIÐ

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

 1. Helgi Ómars

  10. January 2019

  Þetta er GEGGJUÐ færsla!! Meeeira meeeira meeeeeiiira!!!

  • Hildur Sif

   10. January 2019

   Æj þú ert bestur! Reyni að koma með meira svona :D