fbpx

HVERNIG ÉG SET MÉR MARKMIÐ FYRIR NÝJA ÁRIÐ

Lífið

Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs!

Ég hef mjög gaman að því að setja mér markmið og áramótaheit. Ég hef gert það í mörg ár og finnst mér gaman að líta yfir þau í lok árs og sjá hversu vel ég stóð mig að halda í heitin.

Einnig geri ég þakklætislista yfir árið sem var að líða og finnst mér það gefa mér yfirsýn yfir allt það sem ég er lánsöm fyrir. Fyrir árið 2017 setti ég til dæmis á listann minn íbúðarkaup, heilsu og háskólaútskrift. Fyrir árið sem var að líða var mér efst í huga fjöldskylda, ferðalög og vinnan mín. Hvet ykkur innilega til að gera svona lista!

Þegar ég set mér markmið yfir árið finnst mér gott að skipta þeim niður í flokka. Ég flokka mín markmið niður í persónuleg markmið, heilsutengd markmið, vinnutengd markmið og draumóra markmið. Það eru til svo margar leiðir til að setja sér markmið og getur klárlega verið að einhver önnur henti ykkur betur en finnst mér þessi leið vera auðveld og þægileg. Eftirfarandi eru markmiðin mín fyrir árið sem mig langaði að deila með ykkur

Persónuleg markmið: Brosa meira
Heilsutengd markmið: Elda mikið heima og skrifa niður uppskriftir (deila þeim auðvitað inná Trendnet)
Vinnutengd markmið: Læra á myndavélar og á forritið Photoshop
Draumóra markmið: Eignast hund

Þessi fallega dagbók er frá Rakel Tómasar og fékk ég hana í jólagjöf

Vona að þessi færsla hvetji ykkur til að setja ykkar eigin markmið fyrir árið ásamt því að gera þakklætislista.
Takk fyrir að lesa!

Hildur Sif Hauks
IG: hildursifhauks

 

ÁRAMÓTAFÖRÐUN

Skrifa Innlegg