fbpx

DRAUMAFERÐ AUSTUR

FerðalagLífiðPersónulegtTíska

Ég vona að þið hafið átt góða verslunarmannahelgi, ég gerði það svo sannarlega. Ég og Bergsveinn fórum til Egilsstaða í bústað og þar fengum við æðislegt veður og gerðum allskonar skemmtilegt. Á leið okkar til Egilsstaða stoppuðum við meðal annars á Húsavík og fengum okkur að borða á krúttlegum veitingastað sem hét Salka. Húsavík er mjög sætur bær og hefði viljað skoða mig betur um þar og fara í GeoSea.

Við gistum í bústað rétt fyrir utan Egilsstaði við Lagarfljót. Ekkert smá fallegt umhverfi og yndislegt að vakna í sólinni í rólegheitunum. Það sem stóð helst uppúr var að hoppa ofaní Eyvindaránna, skoða Hengifoss, skoða Seyðisfjörð og grilla sykurpúða yfir sólsetrinu við Lagarfljót. Síðan verð ég að mæla með Móðir Jörð sem er veitingastaður sem býður uppá hágæða íslenskt hráefni beint frá býli. Algjör paradís fyrir grænkera eins og mig og Bergsvein. Við fórum tvisvar þangað yfir helgina og maturinn var svo góður og staðurinn líka gorgeous! Þið gjörsamlega verðið að gera ykkur ferð þangað ef þið eruð í nágrenninu! Þessi ferð austur hvetur mig til að sjá meira af okkar fallega landi og næst stefni ég á að skoða vesturlandið og Snæfellsnesið!

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!
Hildur Sif Hauks| IG: hildursifhauks

SUMARDAGAR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. TRENDNÝTT

    9. August 2019

    Þvílíkur draumur!! <3