fbpx

SUMARDAGAR

LífiðPersónulegtTíska

Veðrið hér á Íslandi er búið að vera svo yndislegt síðustu daga og langar mig að deila með ykkur því sem ég er búin að vera bralla. Persónulega man ég ekki eftir svona góðu sumri og finnst mér skemmtilegt að nýta dagana vel. Síðustu helgi fór ég og vinkonur mínar í smá mini road trip. Keyrðum í Kraumu í klampandi sól og enduðum svo í bænum í smá sushi veislu og með því.

Fyrr í vikunni ákváðum ég og Bergsveinn að taka smá mini picknick og horfa á sólsetrið. Mjög fín tilbreyting frá því að taka Netflix gláp, mæli með! Í gær tókum við Bergsveinn mini date dag þar sem við fengum okkur bolla, kíktum í nokkrar búðir og fengum okkur að borða á Fjallkonunni. Enduðum síðan kvöldið í sjósundi í Nauthólmsvík – hef verið dugleg að fara í sjósund í sumar og finnst það mjög skemmtilegt. Alltaf jafn mikil áskorun en alltaf jafn góð tilfinning eftir á! Finnst ég líka sofa einstaklega vel eftir að hafa farið í sjósund sem er bara plús! En ætla deila með ykkur myndum af síðustu dögum –

En annars takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

NIKE HLAUPAGJAFALEIKUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    30. July 2019

    Fallegust!x