*Þessi færsla er að hluta til unnin í samstarfi við Himneska Hollustu
Ég elska heilsuvörur og mér finnst gaman að prófa mig áfram og finna mínar uppáhalds vörur. Heilsuvörur eiga það til að vera dýrar og hef ég því nýtt mér 25% afsláttinn á Heilsudögum í mörg ár. Í þessari færslu ætla ég að deila með ykkur mínum uppáhalds heilsuvörum og segja frá því hvernig og af hverju ég nota þær.
1. Döðlur frá Himenskri Hollustu – ég nota döðlur gríðalega mikið í bakstur og algjört must að eiga á heimilinu að mínu mati. Nauðsynlegt fyrir heimsins bestu döðlukúlur sem þið getið séð uppskrift af hér!
2. Green Phyto Foods frá Now – allt það holla sem þú þarft í einni vöru! Spírulína, spínat, grænkál, rauðrófur og svo miklu miklu meira. Bý mér stundum til orkuskot með því að blanda saman teskeið af Green Phyto Foods með vatni og sítrónusafa
3. Nakd – ég fæ mér líklega 1-2 Nakd á dag. Mín allra uppáhalds brögð er Lemon Drizzle, Penut Delight og Blueberry Muffin!
4. Acai frá Now – algjör snilld þegar ég bý mér til Acai skál heima. Acai er svo kallað “ofur ber” og inniheldur lágt magn að sykri og hærra magn af hollri fitu.
5. Rebel Mylk Chocolate – þessi súkkulaðimjólk er vegan og er sættur með döðlum svo hann inniheldur engan viðbættann sykur. Ég ELSKA að hita hana upp og þá er maður komin með mjög auðvelt heitt súkkulaði!
6. Hair, skin and nails frá Now – hárvítamín sem inniheldur öll þau helstu vítamín sem þú þarft. Hef tekið þetta hárvítamín í nokkra mánuði og tók eftir minna hárlosi. Ég ætla halda áfram að taka þetta vítamín samviskusamlega í von um þykkara hár.
7. Strawberry Sweet Jam with Stevia frá Good Good Brand – mín uppáhalds sulta og skemmir ekki fyrir að hún er án viðbætts sykurs og sætt með stevíu!
8. Chia fræ frá Himneskri Hollustu – chia grautur er nýlegt uppáhald hjá mér! Bæti við kanil, eplum og hentusmjöri ofan í grautinn. Ég mæli með!
9. Kjúklingabaunir frá Bunalun – líklega ódýrasta próteinið á markaðnum. Ég fæ mér einhverjar baunir daglega og kjúklingabaunir eru í miklu uppáhaldi hjá mér ásamt svörtum- og linsubaunum.
10. Ristað kasjuhnetusmjör frá Monki – ef ég get platað ykkur að prófa eina vöru á þessum lista þá er það þessi! Elska að setja þetta smjör á epli, poppkex með sultu, hafra- og chiagrautinn og jafnvel eintómt með skeið…
Á morgun er síðasti dagur Heilsudaga Nettó og ég mæli eindregið með að þið kíkið og nýtið ykkur afsláttinn. Annars vona ég að þessi færsla hafi gefið ykkur einhverjar hugmyndir af nýjum heilsuvörum til að prófa.
Þangað til næst!
Hildur Sif Hauks / IG: hildursifhauks
Skrifa Innlegg