fbpx

UPPÁHALDS HNÍFARNIR MÍNIR: TOJIRO

HEIMILISAMSTARF

Það er nauðsynlegt að eiga góða hnífa að mínu mati og eru japönsku hnífarnir frá Tojiro í algjöru uppáhaldi hjá mér. Upphaflega keypti ég mér tvo hnífa sjálf og svo var ég svo heppin að Tojiro á Íslandi gaf mér aðra þrjá frábæra hnífa og hnífabrýni. Hnífarnir eru bæði vandaðir og fallegir með viðarhandföngum. Þið getið skoðað þá betur hér:

www.tojiro.is/hnifarnir/

www.seimei.is/voruflokkur/eldhusvorur/tojiro-hnifar/

Ég hef fengið svo margar spurningar um þessa hnífa á Instagram að það er orðið löngu tímabært að skrifa um þá hér.

Ég mæli mikið með Tojiro hnífunum í jólapakkann, ekki aðeins fyrir matgæðinga og þá sem starfa í kringum mat alla daga heldur fyrir alla þá sem vantar góða hnífa og kunna að meta vandaða og frábæra vöru.

Þetta eru hnífarnir sem ég á og ég mæli hiklaust með þeim:

Svartur Santoku hnífur með viðarhandfangi – 165 mm
Frábær alhliða vinnuhnífur sem allir þurfa að eiga. Blaðið er úr þriggja laga stáli, sem er oxað til að fanga svarta litinn og auka vörn gegn tæringu. Handfangið er úr brenndum kastaníuviði.

Svartur Paring hnífur með viðarhandfangi – 130 mm
Geggjaður grænmetishnífur sem ég nota alveg ótrúlega mikið. Blaðið er úr þriggja laga stáli, sem er oxað til að fanga svarta litinn og auka vörn gegn tæringu. Handfangið er úr brenndum kastaníuviði.


Santoku hnífur með viðarhandfangi – 165 mm
Fyrsti Tojiro hífurinn sem ég keypti og ég hef notað hann endalaust mikið. Alhliða vinnuhnífurog svar Japana við evrópska kokkahnífnum. Blaðið er úr þriggja laga stáli og handfangið er úr magnólíuviði.

Deba hnífur með viðarhandfangi – 150 m
Flottur hnífur sem er góður í flökun eða sneiðingar. Deba hnífurinn er með biti öðrum meginn og er úr ryðfríu MV stáli sem heldur vel brýningu. Handfangið er úr magnólíuviði.

Brauðhnífur með viðarlhandfangi – 235 mm
Besti brauðhnífur sem ég hef átt. Blaðið er þunnt og er úr ryðfríu stáli sem sker fullkomlega í gegnum brauðið.

Tojiro Pro Keramík Hnífabrýni
Góður og vandaður brýnir með tveim misgrófum rásum, ein 320 og hin 1000. Brýnisteinarnir snúast með hnífnum og fara vel með hnífsblaðið.

 

Takk fyrir að lesa!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

VEGAN JÓLAÍS MEÐ HESLIHNETUSÚKKULAÐI: MYNDBAND

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Kamilla

    21. December 2021

    Hvar er hægt að nálgast þessa hnífa á höfuðborgarsvæðinu? :)